Ég er að velta fyrir mér hvort það sé ekki hægt að setja fréttir um fundina, framkvæmdir og keppnishaldið á forsíðuna en ekki inn á spjallið.
Ég er alltaf að rekast á upplýsingar frá stjórn inni í spjall linkum sem bera ekki einusinni nafn sem tengist upplýsingunum eins og "alment spjall" "hver átti hvaða tæki á sýningunni" og þar inni eru upplýsingar um að næsti fundur verði upp á braut

Ef maður ætlar að fylgjast með því sem í gangi er hjá klubbnum þá þarf maður bókstaflega að lesa alla spjallþræðina og margir nenna því ekki og fara þá á mis við þær upplýsingar sem verið er ar reyna að koma á framfæri

Forsíðan er sú síða sem fólk fer á sem er að koma inn á heimasíðuna í fyrsta sinn mæli með að hún sé notuð.