Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Bara að minna á þennan....
KiddiJeep:
Ég vil byrja á því að benda á það að Grandinn sem Ingó setti fyrst á 44" er ekki sá sami og hann er með á 46" í dag. Ef ég fer rétt með þá eyðilagðist sá fyrri í veltu og færði þá Ingó allt dótið yfir í bílinn sem hann er með í dag (hásingar o.s.frv.), sem er með 360 mótor, strókaðan í 408 ef ég man rétt. Sá fyrri var með 318 og blower og heyrst hefur að sá mótor hafi átt það til að bræða úr sér sökum of þunnrar blöndu. Það fylgdi sögunni að það hefði verið hægt að bæta úr því með níunda spíssinum sem sprautaði þá beint í soggreinina en ég sel það ekki dýrar en ég stal því, frekar en nokkuð annað sem ég hef látið út úr mér hér áður. :)
Viddi G:
ok takk fyrir þetta, en eg vill samt bara hressa bílinn við með þeim hætti að hafa hann þannig að hann gangi og ég geti notað hann dags daglega án vandræða. Var búinn að hugsa bara um blásara en ef 318 þolið það ekki er það fallið um sjálfs sig.
Annars fer pallurinn á hann á morgun og þá er að klára að spartsla hann og svo bara í málingu með hann vonandi strax eftir helgi :D
en ef einhver er með eitthvað gott ráð til að hressa svona bíl við með öruggum hætti, þá meina ég að drif og skipting þoli það líka, eða lumar á einhverju dóti í hann þá væri gott að fá að vita að því.
kv. Viddi G
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version