Author Topic: Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK  (Read 2429 times)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK
« on: April 23, 2008, 08:49:15 »
Nemandi úr Samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. ‘Bara einn,’ sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.

“Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund” sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.“Hvað seldirðu honum eiginlega, spurði kaupfélagsstjórinn hissa?“Jú, sjáðu til” sagði drengurinn, “fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver.”

Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: “Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl”!!

“Nei, nei,” sagði strákurinn. “Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK
« Reply #1 on: April 23, 2008, 14:30:15 »
hahahahahahaha  :D  þessi er bara snild :D
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Re: Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK
« Reply #2 on: April 23, 2008, 15:13:57 »
 :smt042
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK
« Reply #3 on: April 23, 2008, 16:40:14 »
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Brandarinn sem Auðunn sagði á vinnudegi KK
« Reply #4 on: April 25, 2008, 11:56:51 »
 :smt040 :smt040 :smt040 :smt040 :smt040 :smt040
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P