Sælir félagar.
Þannig vill til að vinnubíllinn minn dó drottni sínum í gær.
Þetta byrjaði með smá reyk upp um mælaborðið. Það kom enginn brunalykt.
Svo næst þegar ég ætlaði að starta gerðist ekki neitt. Hann kveikir ekki ljósin í mælaborðinu og það fer ekkert í gang.
Ég er búinn að athuga geymasamböndin og fara yfir öryggi en finn ekkert út.
Er einhver hér sem getur sagt mér einhverja ástæðu fyrir þessu.
Annars er þetta Renault Megane 1997 ekinn 127.000 kmÞeir í B&L geta ekkert gert fyrir svona gamla bíla þar sem tölvan þeirra er biluð og þeir ætla ekki að láta laga hana.