Author Topic: Staðreyndir um AMC  (Read 4553 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« on: April 12, 2008, 15:06:59 »
Sælir félagar. :)

Þetta er þegar komið sem innlegg í annan þráð, en mér fannst réttara að búa til eigin þráð um þetta og ekki síst þar sem Ívar var búinn að setja inn þessa skoðanakönnun.
Þá er gott að skoða svona. :!:  :wink:
Gjörið þið svo vel :!:  :)


Ég veit að það finnst ekki öllum flottir Javelin/AMX bílarnir frá 1971-1974, reyndar skiptast menn í tvo flokka með þessa bíla öðrum finnast þeir ljótir en hinum finnast þeir flottir.
Já mér finnast þessir bílar flottir enda búinn að vera með bróður mínum í þessu síðan hann eignaðist sinn fyrsta Javelin sem er 1974 árgerð fyrir um 25 árum, og hann á þann bíl ennþá.

En þó að þessar árgeðir af AMC Javelin séu umdeildar í útliti og að nokkrir aðrir bílar frá AMC séu vægast sagt umdeildir, þá þýðir það ekki að allir bílar og árgerðir frá þessum framleiðanda séu það.

Við getum tekið nokkur dæmi:


Þá er kanski fyrst að nefna þenna bíl hér að ofan sem er "bara" Rambler American sem búið er að breyta frá verksmiðju í þetta tæki sem kallast: Hurst/SC Rambler líka oft kallaður Scrambler.
Hann er með 390cid (6,4L) vél sem er 315hö 3,54:1 læst drif og Borg Warner 4. gíra kassa með Hurts skipti.
Þessir bílar voru í 13 sek á mílunni sem að þótti nokkuð gott 1969 þegar þeir voru framleiddir, og þess vegna voru þeir líka oft kallaðir "Pocket Rocket" enda álíka stórir og 1966 Chevy II.



Það sama má segja um þenna bíl sem að heitir AMC Rebel Machine og var framleiddur 1970.
Hann er með 390cid (6,4L) vél sem er 345 hestöfl, það var hægt að fá"The Machine" bæði sjálfskiptann og beinskiptann.
Litasamsettningin á þessum bílum þótti ein sú flottasta á "Muscle Car" og þykir enn.
Það var líka hægt að fá "The Machine" í örðum litum og þá ekki með strípum.
Þessi bíll er í sama stærðarflokki og 1966-1967 Fairlane, 1968-1970 Roadrunner/Charger og 1964-1967 Chevelle/LeMans/GTO.


1968 Javelin SST.


1969 Javelin SST.


1970 Big Bad Javelin.

Þessar þrjár árgerðir af Javelin sem er "stóri bróðir" AMX voru þær fyrstu og voru í samkeppni við Mustang, Camaro, Firebird, Barracuda og Challenger.
Sem sagt svokallaður "Pony car" .
Það var hægt að fá Javelin með nokkrum vélarstærðum minnst var 290cid (4,9L) til 1970 þá 304cid (5,0L) eftir 1970, 343cid (5,6L) frá 1968-1970 360cid (5,9L) frá 1970, 390cid (6,4L) 1968-1970, og síðan 401cid (6,6L) frá 1970.
Að öðru leiti var þetta eins og með aðra "Pony car" bíla að þú gast ráðið nánast öllu um lit að inna og utan og síðan með hvaða kram bíllinn ætti að vera.

Eftir 1970 þá breyttist Javelin-inn og stækkaði eins og Mustang, Camaro og aðrir "pony car" bílar:


1971 Javelin/AMX



1972 Pierre Cardin Javelin.  Cardin hannaði innréttinguna í bílinn, þessir bílar eru gríðarlega sjaldgæfir í dag.


1972 Javelin/AMC.  Annað grill fyrir AMX gerðina.



1973 Javelin.  Eina breytingin er grillið.


Og svo kom síðasta árgerðin af Javelin sem er 1974.
Árgerirnar 1971-1974 voru fáanlegar allt frá 258cid (3,7L) Línu 6cyl, 304cid (5.0L), 360cid (5,9L) og 401cid (6,6L).

Hér er teikning af hugmyndabíl byggður á 1968-9 Javelin og AMX.


AMX var tilrauna bíll hjá AMC og var á árunum 1968-1970 annar af tveimur tveggja sæta bílum sem að voru framleiddir í Bandaríkjunum, hinn var Corvette.
Þessir tveir bílar voru samt ekki í sama flokki, og var Corvett skilgreindur sem Sportbíll en AMX sem "Muscle Car"
Frá 1968 og til 1970 var AMX tveggja sæta en eftir 1970 og til 1974 var Javelin boddýið notað með smávegis útlitsbreytingu.
AMX hélt áfram að vera til eftir 1974 en þá var notað Hornet og síðan Spirit boddý fyrir þennan bíl sem að var þá yfirleitt með útlitsbreytingar og aðrar vélar en original bíllinn.
Allar þær vélar sem að fáanlegar voru í Javelin voru fáanlegar í AMX að undanskildri 6 cyl vélinni frá 1968-1974.


1968 AMX.


1969 AMX


1970 AMX


1971-1974 AMX.  Þessar árgerðir voru svo til eins.


1975-1977 AMX (Hornet)


1978 AMX (Concord boddý)



1979 AMX (Spirit Boddý)


1980 AMX Var síðasta árgerðin af AMX og var aðeins fáanlegur 6cyl 258cid.

Hægt er að sjá meira um þetta inn á: http://www.javlinamx.com
Ég fékk flestar myndirnar að láni þar.

AMC smíðaði líka nokkra svokallað "Sleeper" bíla og er að ég held eini framleiðandinn í Bandaríkjunum sem að gerði það.
Það voru til að mynda Hornet SC með 360cid (5.9L) vél og Gremlin X sem að var fáanlegur með sömu vél.




Þetta eru myndir af Hornet SC 1971.
Það er hægt að lesa meira um þennan bíl á:  http://musclecars.howstuffworks.com/classic-muscle-cars/1971-amc-hornet-sc-360.htm
(fékk myndirnar þar)


Gremlin X.
Það má alveg segja frá því að Walley Booth átti heimsmet í ProStock flokki hjá NHRA á Gremlin með 360cid vél í kringum 1980, og Richard (Dick) Maskin smíðaði vélarnar fyrir hann.
Maskin er að enn þann dag í dag og smíðar vélar í ProStock sem að þykja einar þær aflmestu og bestu í dag.

Það má ekki hætta þessu nema að sýna eina mynd af AMX III bílnum sem að var tilraunabíll hannaður í Ítalíu og var með 390cid (6,4L) AMC vél í miðjum bíl.
Sem sagt ekta "Supercar".



Hér er hægt að lesa meira um þessa bíla:  http://www.conceptcarz.com/vehicle/z1749/AMC_AMX_III.aspx

Ég vona að allir hafi gaman af, og kanski sjái AMC í nýju ljósi. :!:  8)
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« Reply #1 on: April 12, 2008, 15:40:13 »
verð að viðurkenna að AMX III er soldið sérskök blanda af Amerískri og Ítalskri hönnun, samt geðveigt flottur 8)
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« Reply #2 on: April 12, 2008, 17:17:18 »
þú gleymdir pacer :D

Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« Reply #3 on: April 12, 2008, 17:25:25 »
Quote from: "Chevelle72"
þú gleymdir pacer :D

http://www.partaj.cz/imgs/ameriky/AMC/pacer/1976_amc_pacer_15_sb.jpg

Væntanlega viljandi  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Staðreyndir um AMC
« Reply #4 on: April 12, 2008, 17:34:11 »
Quote from: "Chevelle72"
þú gleymdir pacer :D


Þetta var nú óþarfi :smt064
Kveðja: Ingvar

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« Reply #5 on: April 12, 2008, 17:54:25 »
Quote from: "Chevelle72"
þú gleymdir pacer :D

Mirth Mobile!  :lol:
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
AMC.
« Reply #6 on: April 12, 2008, 17:57:46 »
Sælir félagar. :)

Sæll Jóakim.

Nei ég gleymdi ekki Pacer, sem mér persónulega finnst drullu töff vagn. :mrgreen:
Vissir þú til dæmis að hægri hurðin á Pacer er stærri en sú vinstri :!: .
Það var gert til að það væri auðveldara að ganga um hann. :idea:  :shock:

Málið er að ég var að reyna að sýna svona meira þessa "venjulegu" hlið á AMC sem fáir virðast taka eftir.
Hannanirnar hjá þeim á árunum um og eftir 1970 voru margar vægast sagt mjög sérstakar og það eru ekki allir sammála um þær.

Hins vegar smíðuðu AMC marga mjög flotta bíla og mér finnst að þeir verði að fá kredit fyrir þá ekki bara að láta þá gjalda fyrir "sérkennilegar" hannanir sem að ekki féllu öllum í geð.

Mótorsportlega séð gerði AMC mjög góða hluti bæði í spyrnu, NASCAR, og Trans Am (núna: American LeMans Series),.
Margir þekktir ökumenn keyrðu fyrir AMC, meðal annara:  Mark Donohue og Roger Penske sem nú á fjölmargar kappakstursbrautir í Bandaríkjunum þar sem keppt er í meðal annars American LeMans, NASCAR, og IndiCar/CART.
Í Kvartmílunni stendur upp úr  Wally Booth og Dick Aron.
Hér er sniðugt að lesa þeirra sögu:   http://www.geocities.com/amc_archives/nd0400/

Og hér er góð síða með myndum og mjög góðri lesningu um "Consept" bílana frá AMC, þar á meðal AMX II og AMX/3.  http://www.amx-perience.com/

Hér er góð grein um þessa karla:  http://www.competitionplus.com/index.php?option=com_content&task=view&id=4667&Itemid=24

Ein góð mynd af úrslitaferð í ProStock á NHRA keppni 1976.
Þetta eru þeir Wally Booth og Dave Kanners sem keyrði fyrir Richad Maskin.
Fyrsta og eina skiptið sem að það var "All AMC Finals"
En reynslan sem að Maskin fékk á þessum árum hjá AMC lagði hornstein að því sem að hann er að vinna í dag hjá Dart, og með honum vinnur Dick Aron sem að sá um vélamálin hjá Wally Booth.

http://www.nhrafinals.com/apcm/templates/40th_general.asp?articleid=1624&zoneid=79
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Páll Sigurjónsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 114
    • View Profile
Staðreyndir um AMC
« Reply #7 on: April 14, 2008, 10:59:54 »
Ég bara klökna
EN þetta er bara stðareynd sem brósi er búinn að setja þarna inn (sennilega finnst honum að bróðir sinn sé ekki að standa sig í skrifum á netinu ) og mér finnst allveg ótrúlegt að það sé ekki kominn meiri vakning í kringum þetta merki .Erlendis er þetta merki komið á þvílíkt flug að það er orðin hörgull á bílum til uppgerðar eins og Rambleronum og Pacerum og fleiri bílum sem folki þóti forljót og henti bara .Hvað um það en það eru til nokkrir AMC bílar hér og það er magnað að hvað íslendingar eru fastir í Ford Mustang og Chevrolet Camaro menningu það er bara ekkert annað sem kemst að .Það vita allir að ég er með þetta merki brent í mig en mér er allveg sama hvað þetta heitir bara ef það fer hratt eða er flott GM ,Ford Mopar þetta e allt snild .

Palli
just lost for words
AMC Magic

Offline Lenni Mullet

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Re: Staðreyndir um AMC
« Reply #8 on: May 08, 2008, 22:51:47 »
Frábær grein og gaman að sjá loksins póst um almeninlegt merki. hehe =D>


AMC For Live