Langar að kanna hvort að fólk hafi áhuga á að kaupa DVD disk sem ég er mögulega að velta fyrir mér að búa til. Þetta er til styrktar
www.bilavefur.net þar sem síðan er sífellt að stækka og kosta meira. Þetta er efni sem tekið er af mér sl. 2-3 ár, ýmiskonar viðburðir, sýningar ofl.
Þar á meðal myndu mögulega verða:
Bíladella 2007: Bílasýning KK
Bíladella 2008: Bílasýning KK
Daytona 2006/2007: Video frá Turkey Run bílasýningunni í Flórída.
Krúser sumarið 2006: Hóprúntar Krúser, einnig ýmiskonar spól og djöfulgangur
Krúser sumarið 2008: Hóprúntar Krúser og ýmiskonar viðburðir tengdir þeim.
Brautin 2008: Video frá keppnum Kvartmíluklúbbsins 2008.
Burnout keppni: á Bíladögum 2008
Burnout keppni: á Humarhátíð á Hornafirði 2006
Sumarið 2005: Myndband sem ég setti á vefinn á sýnum tíma, sýnir viðburði frá Kvartmílubrautinni, samkomum við Garðatorg (áður en Krúser var stofnaður)
Drift 2006: Video frá fyrri hluta Drift keppninar sem haldin var á plani MS.
FBÍ 2006: Video frá Landsmóti Fornbílaklúbbsins á Selfossi sumarið 2006.
Röðunin á þessu gæti breyst, og einhver dottið út þar sem ég á augljóslega eftir að taka nokkur þeirra.
ATH: Að þetta eru video frá 4-20 mínútur að lengd, svona þokkalega vel tekinn/klippt/mynduð, enginn þrífótur og aðeins ein videocamera. Þetta er svona amateur útgáfa klippt í heimatölvu.
Verð per disk til að þetta myndi skila hagnaði yrði um
3000 kr.