Sælir félagar.
Sæll aftur Hilmar.
Hvorki KK né aðrir klúbbar geta gengið í AÍH og það sama er með KK.
Það er hægt að sameina félög þá undir nýju nafni og kennitölu, síðan getur eitt félag yfirtekið annað sem þá missir sína kennitölu.
Þetta er samkvæmt lögum ÍSÍ sem að bæði KK og AÍH hafa skrifað undir að fara eftir.
Þetta hér að neðan er tekið úr lögum AÍH:
17. Önnur ákvæði
1) Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ (eins og við á).
EF að KK myndi gerast "deild" í AÍH þá yrði að leggja KK niður og síðan yrði að stofna sambærilega deild í AÍH á þá nýrri kennitölu.
Það sama yrði að gerast ef að AÍH myndi gerast "deild" í KK.
Og þá myndi AÍH fá gefins 120 milljónir af mannvirkjum sem að þeir hefðu ekki lagt nokkurn skapaðan hlut í sjálfir
Ég hef ekki hugmynd um hvernig svæðinu verður skipt, en það er alveg á hreinu að AÍH á það ekki allt, en ég treysti stjón KK alveg til að fara með þessi mál.
Og ef ég man rétt þá kom þessi tillaga um að AÍH yrði deild í KK upp á aðalfundi KK eftir að menn höfðu verið að tala um þetta fáráðnlega boð AÍH að KK yrði deild innan þess.
Eigum við ekki bara að segja að þetta hafi verið svarið.
Allavega skyldi ég það þannig.
En ég er mjög hlyntur samvinnu klúbbana um svæðið og vona að af henni verði.
Samkvæmt lögum KK þarf tvo þriðju hluta SKRÁÐRA félaga til að leggja klúbbinn niður, og eins og staðan er í dag myndi það aldrei ganga, sem betur fer
.
Ég ætla enn og aftur að taka það fram að ég er að setja hér fram mínar eigin vangaveltur, enda tengist ég ekki stjórn KK á nokkurn annan hátt en að vera félagi í klúbbnum til tuttugu og átta ára.