Sælir félagar.
Sæll Hilmar.
Er það þá ekki alveg jafn magnað að AÍH ætlaðist til að KK yrði deild innan AÍH.
Skoðum þetta betur:
AÍH er stofnað 2002 (samkvæmt kennitölu) og er því sex ára.
félagið á engin mannvirki eða tæki sem greint er frá, og þá er ekki sagt frá því hversu margir félagar eru í AÍH.
Kvartmíluklúbburinn er stofnaður 1975, og er því 33ára gamall.
Klúbburinn á Brautina í Kapelluhrauni og þau mannvirki sem við hana standa (fyrir utan húsið að ég held).
Mannvirkin og aðrar eignir klúbbsins eru metnar á yfir 100 milljónir (utan húsið, gamalt mat á brautinni einni eru rúmar 40 milljónir).
Skráðir félagar í klúbbnum eru yfir 1000.
Félagar í AÍH mættu á fund með stjórn KK þar sem að þeir voru með tilbúin skjöl þar sem að KK menn áttu að skrifa undir að KK yrði deild í AÍH.
Sem sagt, þarna átti að leggja niður næst elsta akstursíþróttaklúbb á landinu, og gera hann að deild inn AÍH og þar með
GEFA AÍH brautina og öll þau mannvirki.
Ef horft er á ofangreindar staðreyndir um klúbbana er þetta hrein svívirða og móðgum við félaga KK.
Persónulega greiddi ég ekki atkvæði með þessu deildardæmi þar sem ég held að félögin eigi betur heima hvort í sínu lagi og þau ættu síðan að stofna samvinnufélag um svæðið.
En þetta er nú bara mitt persónulega álit á málunum.
Ég hvet hinns vegar félaga í KK til að koma með sitt álit á þessu.