Sælir félagar.
Ég var staddur þarna bæði á Laugardag og Sunnudag um tvö leitið báða dagana, og ég sá eina Imprezu þarna á Laugardaginn.
Hinns vegar var keðjan fyrir brautinni á Sunnudaginn þegar ég var þarna og enginn nema ég var á svæðinu þegar ég fór um þrjú leitið.
Maður veit hreinlega ekki hvað maður á að segja við svona löguðu, en upp á síðkastið allavega eftir umtali að dæma, virðist sem að einhverjir einstaklingar og fleiri vera mjög í mun um að ekkert verði af þessu svæði okkar.
Og jafnvel séu að reyna að stöðva fyrirhugað æfinga og keppnishald í sumar.
Gæti slíkt raunverulega átt sér stað.
Ef svo er vil ég hreinlega ekki trúa því.
Ég trúi því heldur ekki að þarna úti séu einhverjir sem að raunverulega vilja halda hraðakstri á götunum.
En það mætti stundum halda að svo væri, sérstaklega þegar maður fer líka að hugsa aftur í tímann og skoða öll þau skemmdarverk sem að hafa verið framin á brautinni gegnum árin.