Author Topic: Bíll dagsins 6.apríl 1969 Mustang  (Read 3652 times)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 6.apríl 1969 Mustang
« on: April 06, 2008, 03:11:15 »
Jæja að þessu sinni er það þessi eðal Coupe,

Hérna er hann árið 1976 á sýningu B.A




Svona var hann svo 1983 á sýningu B.A




Hérna er hann á loka stigi.


Hérna er hann svo kominn á sýningu  1996 ný kláraður


Svo eru hér ýmsar myndir tekna á samgöngu minjasafninu Ystafelli.
















Hér eru svo myndir frá sýningu B.A 2005.






































Hér er svo stuttur pistill sem birtist í fréttabréfi Íslenska mustangsklúbbsins um þennan ágæta bíl.

1969 FORD MUSTANG COUPE

Eigandi Mustangs mánaðarins er að þessu sinni Sverrir Ingólfsson, sem er meðlimur #69 í klúbbnum okkar.
Sverrir er bílaáhugamaður í húð og hár og er hann eigandi af 1969 Ford
Mustang Coupe. Sverrir eignaðist bílinn í febrúar 1983 en þá kaupir hann
bílinn af Helga Rafnssyni á Stokkahlöðium í Eyjafirði. Þá var bíllinn í
þónokkuð original ástandi en hann kemur 302 og sjálfskiptur nýr.
Sverrir byrjaði strax að vinna í bílnum og gerði hann upp í anda áttunda
áratugarins. Bíllinn er rauð plussklæddur að innan en þau systkinin
Gunnhildur og Sverrir sáu í sameiningu um þá vinnu, þetta er mjög vandlega gert og klætt eins og original áklæðið var.
Sverrir lét ekki þar við sitja og tók handföngin utan af bílnum og útbjó
"Uno" handföng á hann. Einnig setti hann útvíkkanir á afturbrettin og
spoiler á skottið, bæði er þetta alíslensk smíði úr blikki. Svo til að fóðra
mótorinn þá keypti Sverrir "Shelby" húddskóp  með stefnuljósum á hann.
Eitthvað varð að gera í aflmálum líka þannig að þrír þreittir tveir var
tekinn upp úr og Sverrir setti 351 Cleveland í húddið á honum. Aftan við
Cleveland-inn kemur svo FMX skipting sem miðlar orkunni aftur í átta tommu hásinguna en hún er með 3.25:1 drifhlutfalli.
Sverrir vildi nú líka getað stoppað bílinn þannig að hann setti diskabremsur undir bílinn að framan. Bíllinn var svo settur á Magnum 500 fimmtán tommu felgur og sprautaður fagur rauður.
Endanlegri uppgerð á bílnum lauk svo fyrir Bíladaga á Akureyri 1996.
Sverrir hefur líka gert þá fleiri bílana upp, meðal annars 1929 AA Ford,
Ford 1942 jeppa og er nú að gera upp 1938 Ford V8 vörubíl.
Sverrir á þá líka fleiri Ford-ana og á meðal annars 1966 Thunderbird með 428cid og 1966 Ranchero.
Alla þessa bíla og miklu fleiri getið þið séð á Samgönguminjasafninu
Ystafelli í Þingeyjasýslu en þar býr Sverrir ásamt fjölskyldu sinni og rekur
safnið. Feðgarnir Ingólfur og Sverrir í Ystafelli eru með yfir 200 bíla og
tæki á landareigninni og er því skylda fyrir allt bílaáhugafólk að líta við
í Ystafelli og skoða Mustang-inn og allt hitt dótið.
« Last Edit: June 12, 2009, 09:47:43 by Anton Ólafsson »

Offline valdi comet gasgas

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
    • http://ystafell.is
ekki
« Reply #1 on: April 07, 2008, 20:05:36 »
sorry en hann er ekki til sölu
það var verið að striða sverrir með þetta :lol:  :lol:
ford JA TAKK
comet 73 302
gasgas 300
ystafell.is

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Bíll dagsins 6.apríl 1969 Mustang
« Reply #2 on: April 07, 2008, 20:18:04 »
Falleg bláa og hvíta bjallan þarna á bakvið. Hvar eru þessar myndir teknar. Ó já nice mustang too.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Bíll dagsins 6.apríl 1969 Mustang
« Reply #3 on: April 07, 2008, 20:29:38 »
Quote from: "Jón Þór Bjarnason"
Falleg bláa og hvíta bjallan þarna á bakvið. Hvar eru þessar myndir teknar. Ó já nice mustang too.

Ystafelli, hún er stödd þar til sýnis
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson