Author Topic: 4L80E sjálfskifting við 540 Chevy  (Read 9580 times)

Offline Theodor Kristjansson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« on: March 31, 2008, 10:39:38 »
Ég var að spá hvort það væru einhverjir snillingar hérna sem þekktu 4L80E skiftingu og þá hvað þarf að gera til að þær þoli yfir 600 hestöfl.

Eins er það með converter ég ætlaði að nota þann sem var á skiftingunni en hún kom með 6,5 turbo diesel vél.  Haldið þið að þessi converter þoli svona big block vél??

  Vélin er 540 cid sem skilar eitthvað ríflega 600 hestum.  Held að þetta séu raunveruleg hestöfl þó svo að ég hafi nú bara heyrt hljóðin í vélinni.  
Þetta á að notast í jeppa hjá mér í fjallatúra.

Ég er búinn að gramsa svolítið á netinu og sumir gárungar þar segja að shift kit sé nóg á svona skiftingu  til að hún þoli 700-800 hesta.  Er þetta svona einfalt eða þarf eitthvað mikið meira til.   Vil ekki raða þessu ofan í og finna út á kafi í einhverjum krapapitt að þetta var ekki í lagi.  
Með kveðju, Theodor.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #1 on: March 31, 2008, 15:04:41 »
Shift kit hjálpar mikið við að halda meiru en það þarf að breyta innri hlutum til að þær þolir 6-700,svo er þetta spurning um þyngd,bæði á bíl og drifrás
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Theodor Kristjansson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
4L80E
« Reply #2 on: March 31, 2008, 15:51:41 »
Þyngd bílsins er eitthvað um 3 tonn og drif eru 5:13 og dekkjastærð 46 tomma.

Offline stefth

  • In the pit
  • **
  • Posts: 95
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #3 on: March 31, 2008, 16:40:04 »
Sæll,
Ég skil ekkert í þér að vera að flækja málin með svona tölvustýrðri skiftingu. Þessi skifting er í raun bara gamla góða TH-400, en með overdrive. Það er ekki spurning að TH-400 skiftingin færi létt með að höndla þessi hestöfl en ég veit ekki með þessa, en eflaust gerir hún það miðað við það að hún er notuð í stærstu pickupunum í USA. Ég myndi segja þér að nota hana en passa þig að vera alls ekki með of lausan converter, þá steikirðu hana í hjakki á fjöllum. Einnig myndi ég vera með eins stóran kæli fyrir hana og þú kemur fyrir. Þeir hjá Hughes eru með einhverja uppskrift að skotheldri 4L80E, þú gætir eflaust sent þeim mail og fengið einhver betri ráð.
Gangi þér annars vel með þetta frábæra project, ég hef fylgst með þessu hjá þér á 4x4 síðunni.

http://www.camaros.net/forums/showthread.php?t=79995
http://www.hughesperformance.com/4l80e.php

Kveðja, Stebbi Kjalnesingur

Offline Klaufi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #4 on: March 31, 2008, 19:06:48 »
Sæll,
er etta í 60 krúserinn bláa?
Ætla að stökkva og leita í skápnum af four wheeler blaði þar sem var grein um: "How to bulletproof your 4L80"
M.Benz W203 C230Kompressor Sport '05 - Situr og bíður!
Toyota Land Cruiser Bj42 38" - Situr líka og bíður..
Leiktæki:
Eyfwagen Buggy '07
Kawasaki Kx 250 '01


Eyfimum@gmail.com
690-2157

Offline Theodor Kristjansson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
4L80E
« Reply #5 on: March 31, 2008, 19:16:38 »
Já þetta er að fara í 60 Landcruiser og hann er blár.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Herra Valur
« Reply #6 on: March 31, 2008, 21:29:18 »
Tala við herra Val Vífilsson, ef hann hefur ekki svar þá er mér brugðið, ekki láta montrassana á Ljónsstöðum komast í hana svo er spurning um að kaupa skiptingu sem þolir þetta að utan, kostar kannski ekki nema 1500-2500$ ný græja og ekkert vesen. Kv. Anton

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #7 on: April 01, 2008, 01:58:33 »
Jeppasmiðjan á Ljónsstöðum hefur staðið sig vel hingað til,
bæði með skiptingar og convertara o.m.f.l.

Mæli með að þú talir við þá, topp náungar.

joi
Jóhann Sæmundsson.

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: 4L80E
« Reply #8 on: April 01, 2008, 02:30:18 »
Quote from: "Theodor Kristjansson"
Já þetta er að fara í 60 Landcruiser og hann er blár.

Mjög flott vinna á þessu, til hamingju með þetta verkefni.
Maður fær svona nettan jeppa áhuga við að skoða þetta.

4l80 er nógu góð í þetta, eins og komið hefur fram, hún er
OVERDRIVE útgáfan af 400, og bísna sterk einsog er.

Gangi þér vel.

ps. og láttu okkur vita af gangi mála.

joi
Jóhann Sæmundsson.

Offline oskarhaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
th700 og th400
« Reply #9 on: April 01, 2008, 10:36:29 »
er th700 ekki sama og 4L80E

hvaða skiftingu eru menn að nota í staðinn fyrir þessar

skari ( :cry: sem vantar sterka th700 :cry: )

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #10 on: April 01, 2008, 12:19:46 »
Nei th700 er líkari 4l60, bara ekki tölvustýrð.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #11 on: April 01, 2008, 23:40:45 »
Það er svona 4L80E í suburban sem ég er með sem er með 454 orginal einhver 300 hö bílinn sjálfur er óbreyttur en samt 2,9 tonn fullur af bensíni en tómur að öðru leyti skiftingin hefur þolað all sem ég hef boðið henni mökkspól og annað og bílinn má bera eithvað um 2900 lb (amerísk) og er gefinn up með dráttargetu upp á 10000 lb (amerísk) þannig að það er mjög líklegt að hún þoli það sem þú hefur að bjóða henni að mínu mati.
Arnar H Óskarsson

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #12 on: April 01, 2008, 23:59:49 »
Bara til að endurtaka...

Skiptingin er EKKI nógu góð stock til að halda helmingi meira afli + 46" hlussum,ekki sjéns.. hún getur haldið í áhv tíma á malbiki í venjulegum akstri en ekki í snjóakstri,hjakki og þessháttar


Fáðu þér skiptingu að utan,ekki láta fikta í henni hérna heima..
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #13 on: April 02, 2008, 09:17:51 »
það er þá ekki stóra málið að breita þessum gír ef hann bilar :roll:  sem ég er nú ekki viss um að hann geri 8)
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Theodor Kristjansson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
4L80E
« Reply #14 on: April 02, 2008, 12:44:42 »
Jæja ég þakka góð ráð.  

Ég átti gott samtal við Ljónstaðabræður og þeir ætla að taka skiftinguna og converter í gegn.  Eins ætla þeir að smíða á þetta fyrir mig millikassa með lóggír.  Það að taka á þessu í lágu drifi mun hlífa skiftingunni mjög mikið og ef maður er með ló ló er líklega hægt að sleppa því að vera að rykkja skiftingunni milli Drive og Reverse og skemma hana þannig.  

Mín reynsla af Ljónstaðabræðrum er sú að maður fær toppvinnu hjá þeim þó svo að þeir séu kannski ekki þeir auðveldustu í að spjalla við.

Kveðja Theodor.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #15 on: April 02, 2008, 14:10:42 »
og 300.000.- fátækari.

færð sennilega fínann gír að utan á 150...
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Theodor Kristjansson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
4L80E skifting
« Reply #16 on: April 02, 2008, 14:40:31 »
Þegar þú segir fínan gír áttu við að notast við beinskiftingu eða ertu að segja mér að ég geti keypt skiftingu, sem hentar í ferðabíl og þolir 700 hestöfl,  á 150.000 kr.

  Það er þá ekki í samræmi við það sem ég hef fundið.  Verðið á skiftingum er frá 300 og upp.  Þá er ég að tala um skiftingar með overdrive.

 Hafa menn hér eitthvað slæma reynslu af ljónunum ?

Kveðja, Theodor.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #17 on: April 02, 2008, 17:17:18 »
Þeir eru mjög klárir í skiptingunum og búnir að setja sig vel inní þetta.
Það eru ekki bara sérfræðingar í Westurhreppi  :roll: þetta eru bara menn eins og við.

Láttu ekki bulla í þér.

"4L80 kassi í 4 tonna dráttarbíl ekinn 100þús mílur og aldrei svo mikið sem skipt um olíu"
Bara eitt dæmi um gæði og styrk þessara skiptinga.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline sporti

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
  • Það er ekki stærðin sem skiftir máli
    • View Profile
4L80E sjálfskifting við 540 Chevy
« Reply #18 on: April 02, 2008, 22:18:39 »
Teddi Geturðu ekki sansað þetta svipað og liftugírinn í Engey!!!
Kv Sporti. :idea:
Heimir Kristjánsson <br />6981435<br />66 c10 stepsite í uppgerð.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Ljónin
« Reply #19 on: April 02, 2008, 22:27:45 »
Veit ekki hvort Ljónin hefa eitthvað vit á þessu máli en allavegana hefur nánast ekki eitt einasta handtak sem þeir hafa unnið fyrir mig og mína endað í tómu bulli, skiptingar hrunið á mjög skömmum tíma, fjöðrunarkerfi þurft að smíða upp á nýtt og svona get ég lengi talið upp fyrir utan það sem ég hef heyrt af. Eflaust hafa þeir gert margt gott en eru langt því frá fullkomnir þó svo að þeir haldi öðru fram. Það versta er að þeir eiga mjög erfitt með að viðurkenna að hafa gert mistök sem er það versta af þessu öllu saman. Kv. Anton