Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster

<< < (5/8) > >>

1966 Charger:
Sæll Stebbi

Já Indíánatjaldið og Dusterinn hans Harðar, sem lék eitt aðalhlutverkið í hinni epísku stórmynd "Í skúr drekans"  munu vera sami bíllinn.
Dusternum þeim hefur ekki verið fargað.

Sir Continental og fleiri vantrúarmenn:

Á neðstu myndinni hér að neðan sést glitta í Indánatjaldið hægra megin við Javelin-inn sem ég nefndi síðast í sambandi við höfuðfataát. Þessi mynd er tekin á bílasýningu B.A. 1977 og eins og sjá má er Dusterinn þarna ekki kominn með stríðsmálninguna og er bara saklaus 318 og beinaður. Þarna á Daggi bílinn.

Á mið-myndinni (sem tekin er á fyrstu sandspyrnu B.A. sem haldin var að Hrafnagili 77 eða 78, sést umræddur Duster aftur. Þarna er hann í eigu Jóns Inga og er enþá 318. Aðrir bílar á myndinni eru frá vinstri: Willys (Benni eða Reynir), Challenger 383 (sm Gísli Sveins á núna og var þarna í eigu Badda K.) Svo margumræddur Duster(sem skömmu seinna var málað eins og Indíánatjald), Willys 350 Chevy (eig. Árni Freyr), Willys (líklega Siggi Bald 283 eða 327) svo hvítur Willys (304 minnir mig kannski þarna í eigu Sidda Þórss) og svo aðaldjásnið Dart GT 1967 með HP útgáfuna af 273 vélinni sem gaf 275 hö. Ég á aðra ljósmynd af Dusternum frá þessari keppni þar sem hann er að spyrna við 351 Mach I Mustang en af tillitssemi við ykkur Fordkallana þá birti ég hana ekki hér.

Á efstu myndinni er svo brúni Dusterinn sem Daggi keypti eftir að hann seldi Jóni Inga þann orange litaða. Sá brúni var 318 og líka beinaður og lauk æfinni á ljósastaur í boði einhvers bílþjófs sem örugglega var utanbæjarmaður. Þessi mynd er tekin á Bílasýningu B.A (líklega 1979).

Ef þið eruð enþá að væflast með þetta eftir þessi jarteikn þá legg ég til að þið heimsækið Moparafa (einhverntíma eftir hádegið) og fáið hann til að segja ykkur sögur.  Hann grefur þá kannski líka upp myndina af sjálfum sér þar sem hann er að prjóna í Hafnarstræti Reykjavíkur árið 1967.

Góðar stundir

Ragnar

Dodge:

--- Quote ---Sá brúni var 318 og líka beinaður og lauk æfinni á ljósastaur í boði einhvers bílþjófs sem örugglega var utanbæjarmaður.
--- End quote ---
 

 :lol:

SPIKE_THE_FREAK:
ok þessi brúni er önnur árgerð en þessi orange er 70 árg þessi orange svo varð sá rauður alls ekki sama bíllinn og að mínu mati er Orange sigurvegarinn í lookinu ekki vegna þess pabbi átti hann bara finnst hann fallegur og kraftur öss og já sem sagt bara að skjóta því inn að þetta er svona og þið sjáið munin á tildæmis því a það kemur meiri hæð á húddið á þeim brúna og grillið er allt öðruvísi og ljósinn ;) er ekkert að skamma einn né neinn bara að láta vita

Dart 68:
Einmitt það sem ég var að skrifa hér fyrr á þræðinum  :wink:

Anton Ólafsson:
Sæll Ragnar.


Er ekki fyrsta sandspyrnu keppni B.A dalvíkurkeppnin sem haldin var 27/8 1978.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version