Author Topic: Ríkið V.S Olíufélögin  (Read 4324 times)

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« on: March 29, 2008, 01:47:12 »
Hérna er smá vangavelta hjá mér. Við erum flest ef ekki öll sammála um að verð á eldsneiti sé komið út úr korti. En hver er ljóti kallinn, er það ríkið eða olíufélagið?
Ríkið hefur miklum skildum að gegna gagnvart þegnum landsins sem eru meðal annars að halda uppi vegasamgöngum, þ.e.a.s. að byggja upp vegi og bæta, viðhalda þeim og halda þeim opnum yfir vetrarmánuðina. Borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að halda vegakerfinu í viðunandi horfi fyrir okkur. Þeir fá að mér skilst 48% frá okkur.
Olíufélögin þjónusta okkur vítt og breytt um landið og með nokkura km millibili á stór höfuðborgarsvæðinu, borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að þjónusta okkur og jú við getum fengið eina með öllu hjá þeim gegn vægu gjaldi og gos drykk með ef vill. Þeir fá þar af leiðandi 52% af gjaldinu.
Sem betur fer er búið að uppræta allt samráð olíufélagana eins og allir hafa tryggilega tekið eftir og ekki hækka þeir greinin fyrr en þeir eru með öllu tilneyddir til að lifa af.

Svo þetta lítu svona úy fyrir mér 48% til ríkisins sem má eflaust deila um hvort sé sammgjarnt eða 52% til olíufélagan sem jú þjónusta okkur með skyndibita matvæli og olíuvörur eins og okkur lystir.

Ég styð aðgerðir vörubílstjóra heils hugar en er ekki spurning um að loka aðreinum að bensínstöðvum einnig, er ekki eitthvað sem þeir eiga að gera í málunum?

Einhverra hluta vegna þykir mér betra að hugsa um að 48% sé varið í vegasamgöngur en 52% í leikaraskap olíufélagana, sé ekki að ríkið sé eini sökudólgurinn í málinu, vill sjá smá aðgerðir gengn yfirgangi olíufélagana.
Kv. Anton

Offline villijonss

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 264
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #1 on: March 29, 2008, 02:48:57 »
sammála með að loka fyrir bensínstöðvar EN  
Quote
ekki hækka þeir greinin fyrr en þeir eru með öllu tilneyddir til að lifa af.
Olíufélögin færu ekki á höfuðið þó að enginn myndi versla við þá svo vikum skipti , Svo líka nánast  í hvert einasta skipti sem fatið af olíu lækkar þá lækka þeir sko ekki olíuna nema um kannski 2-5 AURA sem er ekki einu sinni hluti af okkar blessaða gjaldmiðli lengur . Og standa svo á bakvið sömu klisjuna að þeir eigi svo miklar birgðir á gamla gjaldinu ? Bara Halda vangaveltunum áfram :)
ford er málið !!
Vilhjálmur Jónsson
Real Race cars have paddle tires

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #2 on: March 29, 2008, 03:19:20 »
Þetta snýst ekki bara um að verðið sé hátt hérna. Þetta hækkar útum allan heim, allir verða brjálaðir og mótmæla...en viti menn það gerist ekkert og það mun ekkert gerast, við erum litli maðurinn, peðinn, sem þessu er svo til sama um, skítur skeður og skíturinn kemur fyrir hjá okkur oftar en hinum!
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #3 on: March 29, 2008, 11:18:42 »
Ef skoðað er verð á bensíni í öðrum löndum er okkert ekkert svo hrikalegt t.d Bretalndi er það svipað
en ef skoðað er verð á Tunnum vs Verði á lítra per viku eða mánuði þá sérst greinilega að allar hækkanri skila sér beint inn í verðlagið á fáum dögum en lækkanir taka mánuð
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

AlliBird

  • Guest
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #4 on: March 29, 2008, 11:41:38 »
Ég styð að blokkera bensínstöðvarnar, þá kæmi harmakvein frá olífurstunum og þeir settu kannski þrýsting á ríkið að lækka gjöld á olíur. Þeir hlusta ekki á okkur en þeir mundu hlusta á olíufélögin.
Mér þykir t.d. mjög óeðlilegt að dísel sé orðið dýrara en bensín þótt það sé mun ódýrara hráefni. Þar spila okurskattar og gjöld mest inní.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #5 on: March 29, 2008, 12:26:03 »
Ég er að vinna hjá Olís og sé sjálfur að Olís er að gera meira og meira útá aðra hluti en bensín.  Það er verið að fjölga ÓB og gera frekar aðra hluti í staðin.  T.d. Quiznos á fullt af stöðum og fl.   Hugsa að þeir séu ekkert að græða neitt sérstaklega á bensíninu, allavega ekki á einum tanki..  Það kemur jú örugglega eitthvað inn þegar við erum að tala um þúsundir og tugþúsundir lítra..  En svona persónulega finnst mér mun meira vera lagt í aðra hluti innan míns fyrirtækis.

Olís á eitthvað af Quiznos leyfum og eru búnir að opna grill og Quiznos á einhverjum 10 stöðum eða eitthvað..  Víðs vegar um landið.  Það sem er búið að gera fyrir bensín hlutann síðan ég byrjaði er þá aðallega að einfalda allt í kringum það..  T.d. OB lykillinn, nýjir sjálfsalar og fl.

Mig minnir stöð 2 hafa verið að segja að eins og staðan sé í dag fái bensínstöðvarnar c.a. 50% af söluverði bensínsins..

Þessi 50% eru þá 75 kall eða eitthvað þar í kring..  Á þessum 75 kalli á líter þarf að kaupa bensínið og flytja þetta inn, kaupa huge land til að geyma þetta á og tanka..  Kaupa og reka massa hrúgu af bensíndælum.. Staff til að dæla og afgreiða..  Flytja bensínið milli staða..  T.d. á Neskaupsstað og fl. sem er væntanlega ekki ókeypis..
Ég er nú bara í tölvudeild og ég kem ekki nálægt neinum peningum eða upphæðum en svona þegar maður spáir í allt í kringum þetta hugsa ég að það sé nú enginn brjálæðislegur gróði á þessu..  Og býst við að það sé þess vegna sem bensínstöðvar eru að stækka í aðrar áttir eins og í sölu á matvörum og veitingabransanum..

Ég er samt ekki að segja að bensínið mætti ekki vera eitthvað ódýrara..  En ég bara veit ekki hvernig á að gera það..  Þar sem heimsmarkaðsverð hefur hækkað frá 2003 úr 20 dollurum per tunnu í 120 dollara per tunnu og markaðsspámenn segja hana fara yfir 200 kall á þessu ári..  Þetta er á leiðinni upp..  Olíufurstarnir eru að reyna að ná eins miklum pening út úr þessum bransa áður en hann dettur upp fyrir..  Sem fer að gerast..  Við ættum að hætta að væla yfir bensínverði og fara út í aðrar orkulindir..  Það er framtíðin...

just my 2 cents..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #6 on: March 29, 2008, 13:23:43 »
ja ekki þurfa þeir að kaupa landið undir olíutankana út í örfisey eða undir stöðvarnar
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #7 on: March 29, 2008, 13:58:54 »
Quote from: "TONI"
Hérna er smá vangavelta hjá mér. Við erum flest ef ekki öll sammála um að verð á eldsneiti sé komið út úr korti. En hver er ljóti kallinn, er það ríkið eða olíufélagið?
Ríkið hefur miklum skildum að gegna gagnvart þegnum landsins sem eru meðal annars að halda uppi vegasamgöngum, þ.e.a.s. að byggja upp vegi og bæta, viðhalda þeim og halda þeim opnum yfir vetrarmánuðina. Borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að halda vegakerfinu í viðunandi horfi fyrir okkur. Þeir fá að mér skilst 48% frá okkur.
Olíufélögin þjónusta okkur vítt og breytt um landið og með nokkura km millibili á stór höfuðborgarsvæðinu, borga þegnum okkar vonandi mannsæmandi laun fyrir að þjónusta okkur og jú við getum fengið eina með öllu hjá þeim gegn vægu gjaldi og gos drykk með ef vill. Þeir fá þar af leiðandi 52% af gjaldinu.
Sem betur fer er búið að uppræta allt samráð olíufélagana eins og allir hafa tryggilega tekið eftir og ekki hækka þeir greinin fyrr en þeir eru með öllu tilneyddir til að lifa af.

Svo þetta lítu svona úy fyrir mér 48% til ríkisins sem má eflaust deila um hvort sé sammgjarnt eða 52% til olíufélagan sem jú þjónusta okkur með skyndibita matvæli og olíuvörur eins og okkur lystir.

Ég styð aðgerðir vörubílstjóra heils hugar en er ekki spurning um að loka aðreinum að bensínstöðvum einnig, er ekki eitthvað sem þeir eiga að gera í málunum?

Einhverra hluta vegna þykir mér betra að hugsa um að 48% sé varið í vegasamgöngur en 52% í leikaraskap olíufélagana, sé ekki að ríkið sé eini sökudólgurinn í málinu, vill sjá smá aðgerðir gengn yfirgangi olíufélagana.
Kv. Anton


Hefur einhverja hugmynd um hvað þú ert að bulla? Olíufélögin eru max með um 15% álagningu á eldsneyti fyrir ökutæki, þetta er ekki þeirra helsta tekjulind. Og til gamans má þessa geta að það er álíka mikil innkoma (ekki endilega hagnaður) á því að fylla meðalstóran togara einsog á einni meðal vakt á meðalstórri bensínstöð.
 Hvað álagninguna varða þá held ég að það sé fátt annað i þessu þjóðfélagi sem þú veslar með eins lítilli álagning, ég væri til í að kaupa mér mat og föt með einungis 15% álagningu, ekki 100-500% einsog tíðkast á ísland. Ef þessir tilteknu vörubílstjórar hefðu einhvað viðskiptavit, þá mundi þeir setja þessar eldsneytishækkanir út í verðlagið hjá sér. Hvað gerir kaupmaðurinn á horninu ef innkaupsverðið á vörunum hækkar? Heldur að hann fari og gríti úldnumeggjum í mann og annan til að mótmæla? NEI! HANN HÆKKAR ÚTSÖLUVERÐIÐ!!

Þeir meiga alveg mótmæla þessum hvíldarlögum og öðru sem þeim finnst þeir þurfi að mótmæla, en að mótmæla háu elsdneytisverði lýsir best heimskunni í viðkomandi aðilum.
Einar Kristjánsson

Offline vbg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #8 on: March 29, 2008, 18:47:53 »
í mörgum tilfellum eru þessir bílstjórar á föstum töxtum fyrir hvert verk sem samið er um fyrirfram og svo er hætt við að skattaívilnanir skili sér ekki til neytenda hefur eitthver tildæmis orðið var við lækkun á matarverði í kjölfar lækkunar á virðsaukaskatti á matvæli nokkrar krónur í nokkra daga svo er álagningin aukin og verslanir græða meira nei eina aðhaldið er að versla við þann sem bíður lægst ekki rúlla bara hugsunarlaust á stöðina sína þá fyrst er von um lækkun
valdimar bjarni guðmundsson
caprice 83 í hvíld
pontiac lemans 70

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
????
« Reply #9 on: March 29, 2008, 19:21:15 »
Einar K, trúrðu þessu sjálfur sem þú ert að skrifa, það eru menn með 10 kr afslátt á bensíni á bensínstöðvum og þú heldur að þeir nánast afgreiði þetta frítt. Svo ber að benda á að álagning og hagnaður er ekki það sama, Esso hefði ekki verið selt á 13 faldri ebítu ef það væri 15% álagning, taktu nú upp vasareikninn aftur elsku kallurinn minn og skoðaðu hvort allt sé rétt reiknað hjá þér, þeir væru löngu farnir á hausinn með 15% álagningu. Kv. Anton

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: ????
« Reply #10 on: March 29, 2008, 20:25:00 »
Quote from: "TONI"
Einar K, trúrðu þessu sjálfur sem þú ert að skrifa, það eru menn með 10 kr afslátt á bensíni á bensínstöðvum og þú heldur að þeir nánast afgreiði þetta frítt. Svo ber að benda á að álagning og hagnaður er ekki það sama, Esso hefði ekki verið selt á 13 faldri ebítu ef það væri 15% álagning, taktu nú upp vasareikninn aftur elsku kallurinn minn og skoðaðu hvort allt sé rétt reiknað hjá þér, þeir væru löngu farnir á hausinn með 15% álagningu. Kv. Anton


Þessi skýringarmynd kom frá Hermanni Guðmunds forstjóra N1 og var birt á L2C spjallinu.
Einar Kristjánsson

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #11 on: March 29, 2008, 20:47:26 »
Tekur Ríkið ekki 66% af lítranum?
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ríkið V.S Olíufélögin
« Reply #12 on: March 30, 2008, 11:57:03 »
Quote from: "BadBoy Racing"
Tekur Ríkið ekki 66% af lítranum?


Ríkið tekur ekki fasta prósentu af lítranum. Vegaskatturinn er föst krónutala per lítra, svo eru tollar og skattar prósenta.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
mmm
« Reply #13 on: March 30, 2008, 13:19:59 »
svo er annað .... við ökum allir og allar bílum sem eyða þessu bensín og dísel oliu .... en svo er talað um að olíu byrðir endast kanski ekki nema til 2020-2050 ...þá fer ég að hugsa ..er þá ekki allveg eins að hafa þetta dýrt þetta er hvort sem að klárast ?
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!