Sælir.
Er með GMC Jimmy sem ekki með lokur, en barka sem er tengdur í fasta drifhúsið og sogpungur togar og sleppir barkanum í einhverskonar kúplingu inní drifinu, sem tengir annan öxulinn við drifköggulinn. (sé öxullinn ekki tengdur, fríhjólar drifið í 2w drive eins og um lokur væri að ræða)
Sé þessi sogpúngur orðinn hálf óþéttur, getur framdrifið dottið inn og út.
Það þarf sem sé tvennt að gerast þegar maður setur stöngina í 4W drive, tengja framdrifið í millikassanum og öxullinn að splittast við drifið í kögglinum.
Þegar ég fékk bílinn var sogpungurinn ónýtur og hann tók ekki framdrifið, þó framskaftið snérist, (sogpungurinn var staðsettur undir rafgeymasætinu og barkinn lá þaðan í drifhúsið.
Kanski er þetta einhvern vegin svona útbúið á Splorernum hjá þér?
Patrolinn er með sjálfvirkar lokur sem svíkja oft.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kv. Gunnar B.