Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll Dagsins 01-03-08

<< < (3/4) > >>

Sævar Pétursson:
Það er gaman að sjá þessa mynd (fyrstu). Ég á nefnilega enga mynd af honum sjálfur. Ég vann mikið í þessum bíl fyrir Inga í Vörum og þetta var útkoman, strípur og alles eins og þetta var í þá daga. Ingi keypti þennan Camaro ofan af Skaga og var hann þá Grænn með grænum "Flames" og vinyl og þessum líka æðislega spoiler að aftan sem við nenntum ekki að taka af(úr járni og soðinn á) Ég fór með honum upp á skaga til að ná í hann og síðasta spölinn ss alla Reykjanesbrautina var 327 kjúklingurinn látinn vinna fyrir kaupinu sínu í kappakstri við ´72 Road runner með 433 drif sem þoldi ekki álagið þ.e.a.s. drifið  

Bara svona smá innskot

Kveðja Sævar P.

Jóhannes:
Já það má eiginlega ekki segja frá því að við bræður höfum ekki gefið þessum mikla athygli undan farið ...og hreinlega dottið í hug að selja hann og svo stoppað sölur útaf eftir sjá ...en ég setti hann nú gang í gær og bakkaði honum tvö metra svona bílnum til ánægju, en jeppa og sleða sportið er svo mikið þessa dagan að ég held að hann þurfi að kvíla sig aðeins lengur þangað til við förum að spíta í lófana og gera hann upp eða taka í höndina á næsta eiganda ...vona að við gerum hann upp  :?

en það sem er búið að hugsa um gullið það vantar bara smá kick í rassinn

454 vél aðeins heitur ás
400 skifting kopardiskar og shift kit

bodýhlutir sem voru keyftir nýir og eru en til pökkum
frambrettinn
afturbrettinn
toppur
allt gólf efni ...frá bílstjóra tám til aftur ljósa
húdd frá ómar norðdal ...mega speisað
stk fyrir framan húddið

það var eitthvað meira komið líka
kælar, drifskaft, felgur, dekk, grindarteinging so on so on

mikil vinna eftir til að ná þessu í hreint ástand en er meira en þess virði

en þessi mynd þarna sýnir hvað þessir camaroar eru andskoti flottir ...mér þótti meira segja mjög gaman að sjá hana ...þetta ýtir undir það að fara gera eitthvað í honum  :roll:

fór og tók myndir af honum ...getið séð hvað hann rykfellur greyið  :lol:

íbbiM:
ég skal taka hann upp í minn 8)

Jóhannes:

--- Quote from: "íbbiM" ---ég skal taka hann upp í minn 8)
--- End quote ---


selst aðeins gegn staðgreiðslu ...stend fast á því

  1.100.000krónur íslenskar það er verðið

Anton Ólafsson:
Er þetta ekki hann líka?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version