Fékk senda fréttatilkynningu og langaði að koma þessu hingað
FréttatilkynninginAMG ofurbílasýning ÖSKJU, Laugavegi, föstudaginn 29. febrúar og laugardaginn 1. mars
- Stórviðburður á Íslandi
Í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, efnir Bílaumboðið ASKJA, Laugavegi, til stórsýningar á lúxus- og sportbílunum Mercedes-Benz AMG. Á meðal sýningargripa verða nýr C 63 AMG, sem skilar 457 hestöflum og er aðeins 4,57sekúndur í hundraðið og S 63 AMG – 525 hestafla lúxubíll. Einnig verður vinsælasti sportjeppinn í dag kynntur – ML 63 AMG, sem er 510 hestöfl - og tveggja manna sportkerran SLK 55 AMG – 360 hestöfl.
Um AMG
AMG var stofnað árið 1967 og hefur æ síðan hannað ofurvélar í Mercedes-Benz lúxusbifreiðar. Fyrstu tveir stafirnir í nafninu standa fyrir stofnanda fyrirtækisins, Hans Werner Aufrecht, samstarfsmann hans, Erhard Melcher, og fæðingarbæ Aufrechts, Grossaspach.
Á þessum 40 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. Árið 1999 yfirtók Daimler-Chrysler rekstur AMG og ber fyrirtækið nú nafnið Mercedes-AMG GmbH. Það byggir á sömu grundvallar gildum og Mercedes-Benz: gæðum, öryggi, þægindum og umhverfisvitund.
Sýningin verður í sýningarsal ÖSKJU, Laugavegi 170, og stendur yfir frá kl. 10-18 á föstudag og frá kl. 10-16 á laugardag.
EDIT: leiðrétting, hún verður semsagt á föstudag líka