Author Topic: Leikdagur no. 4. 2008 Laugardagur 1. mars Snjóleikdagur  (Read 1719 times)

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leikdagur no. 4. 2008 Laugardagur 1. mars Snjóleikdagur
« on: February 27, 2008, 16:44:55 »
Laugardaginn 1. mars þá ætlum við að hafa brautina opna.

Veðurspáinn fram að helgi er bara frost og lofar það góðu.

Þannig að það er bara smá snjór yfir allri brautinni, þannig að allir geta ekið.


En hvað um það, núna er bara að koma og sýna hæfileika sína í akstir í hálku og snjó.


En við skemmtum okkur hvernig sem veðrið er.

Þannig að núna er um að gera að ná sér í Tryggingarviðauka.

En annars er bara stöðluð auglýsing.

Laugardaginn 1. mars.verður leikdagur á Akstursbrautinni.
Við munum hafa opið frá 13-17.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort.

Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer á Akstursbrautinni árið 2008.



Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar,
landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.
Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala
_________________
__________________
Halldór Jóhannsson
Porsche 944 Turbo '89
Porsche 924 '82
Halldór Jóhannsson