það má styrkja þennan klúbb á marga vegu...
StyrktarbeiðniHvað er Kvartmíluklúbburinn?
Kvartmíla er kapp tveggja ökutækja úr kyrrstöðu yfir vegalengd fjórðungs úr mílu í beinni línu.
Kvartmíluklúbburinn var stofnaður árið_____ , með þá hugsjón að koma spyrnuakstri úr Hvalfirði og Kúagerði inná lokað afmarkað svæði.
Kvartmílubrautin var lögð árið ____, og var framkvæmdin kostuð nær eingöngu af einstaklingum í klúbbnum.
Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á og í kringum brautina til að mæta síauknum öryggiskröfum félagsmanna klúbbsins.
• Markmið klúbbsins;
Koma hraðakstri af götum borgarinnar og inná afmörkuð lokuð svæði.
Koma upp aðstöðu til æfingaaksturs við breytileg skilyrði.
Halda keppnir, æfingar og sýningar.
Efla félagsanda fólks með áhuga á öflugum ökutækjum.
• Af hverju KK? Af hverju braut?
KK er eina íþróttafélagið sem stendur fyrir keppnum og æfingum sem fólk getur stundað á sínum eigin ökutækjum, án nokkurra breitinga.
Enginn þarf að efast um gagnsemi lokaðrar brautar fyrir æfingar ökunema og þjálfun neyðarökumanna s.s. lögreglu og sjúkraliðs.
• Starfið hingað til
KK heldur umþb. tíu kvartmílukeppnir ár hvert og tvær sandspyrnur.
KK heldur eina árlega bílasýningu.
KK heldur föstudagsæfingar á kvartmílubrautinni yfir sumartímann.
Ástundun ungra ökumanna á föstudagsæfingum undirstrikar þörfina sem er fyrir alhliða aksturssvæði, en 50 til 70 manns hafa æft sig á hverri æfingu og hafa áhorfendur skipt hundruðum.
Vinna klúbbsins er í einkar góðu samstarfi við lögreglu, sýslumannsembætti og Hafnarfjarðarbæ.
• Styrkur ykkar
Stuðlar að bættri umferðarmenningu.
Gefur lögreglu kost á að æfa og samhæfa aðgerðir gegn vítaverðum akstri.
Eykur skilvirkni í akstri neyðarökutækja, s.s. sjúkraflutninga og hjálparsveita.
Nýtist þeim ungu ökunemum sem geta lært nauðhemlun og almenn viðbrögð við hættum í umferðinni.
• Okkar framlag við þínu framlagi
Helstu fjölmiðlar landsins hafa gert starfsemi klúbbsins góð skil og munu halda því áfram.
Á heimasíðu klúbbsins
www.kvartmila.is birtist merki fyrirtækisins.
Á brautarstæði klúbbsins verður merki fyrirtækis sýnilegt beggja vegna brautar.
Stærð merkis fer eftir upphæð styrks og má miða við að ___ þús. krónur séu 100x100 pixlar á
www.kvartmila.is og tvö; eins fermetra skilti við brautarstæðið.
•
Á heimasíðu klúbbsins má sjá nánari upplýsingar og myndir um starfsemi og sögu klúbbsins, ásamt dagskrá komandi tímabils.
Með fyrirfram þökk og von um gæfuríkt samstarf
Stjórn klúbbsins
Mika Hakkinen
Warren Johnson