Author Topic: 1968 Nova  (Read 2740 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
1968 Nova
« on: February 23, 2008, 17:06:15 »
Þá er það ´68 Nova (frekar en ´69)

Einhver sem kann skemmtilegar sögur?

Þessi var víst með 307 og hedd af 327, og beinskiptur. Gulli Emilss. kaupir hann í Flúðahreppi og selur hann til Reykjavíkur.
Held að hann hafi endað hjá Ragga Róbertss. sem síðan reif hann.



Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Junk-Yardinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Nóvurnar X 1438 og X 2111 í kappakstri
« Reply #1 on: February 24, 2008, 17:32:32 »
Jú ég kann nokkrar góðar sögur og ein er um æsilegan kappaskstur á Skeiðavegi á þessum tveim Nóvum x1438 og x2111 sem sjást saman á einni myndinni.
Pétur átti x1438 og er frá Ólafsvöllum á Skeiðum og þar sem sturtan var biluð heima hjá honum sumarið 1981 var alltaf farið í sundlaugina í Brautaholti í bað. Alltaf var gefið hressilega í á Nóvunni og spólað á malbikinu þannig að söng í. Eitt skiftið á góðri siglingu kemur Jói á Sólheimum á Nóvunni sinni x 2111 og rennir upp að hliðinni og æstist leikurinn og þurfti ekki mikla hvatningu í kappaksturinn. 100....120....140...160...180....185 km/kl þá skifti Jói upp í 3 gír og hafði það framúr. Mikið vorum við orðin hrædd í x1438 enda nötraði allt og skalf og ökumaðurinn mjög æstur.
Pétur keppti nokkrum sinnum á brautinni og hann var ekkert að taka til í bílnum fyrir keppni. Eitt skiftið voru nokkrir mélpokar í skottinu sem hann hafði keyft handa kúnum og gleymt að taka úr skottinu.
Það fór rosalega í taugarnar á Pétri þegar hundarnir migu á fínu krómfelgurnar og allt ryðgaði undan hlandinu. Mamma hans ræktaði íslenska hunda og alger hundaplága á hlaðinu.
Eitt skiftið var verið að mála þökin á íbúðarhúsinu og fjósinu og þar sem Pétur var mikið fyrir músík þá vildi hann hlusta á músík meðan verið var að mála og stillti bílnum upp fyrir framan hús og setti allt á botn svo það glumdi um allt Ólafsvallarhverfið. Daginn eftir varð okkur litið á bílinn og leit hann út eins og krakki með hlaupabólu. Allur í rauðum doppum sem höfðu úðast af þakinu og yfir bílinn. Rosalegt klúður enda bíllinn flott sprautaður og mjög fallegur á þessum tíma. það var mikið hlegið að þessu samt.   X 1438 var 68 módel.
Esther Guðjónsdóttir Sólheimum, fyrrverandi vinnukona á Ólafsvöllum.