Sælir félagar.
Það hefur nú alltaf verið þumalputtaregla gegnum árin að ef þú ferð undir veltigrindar/búrs-tíma í keppni, þá færðu að klára keppnina, en þarft síðan að vera komin með viðhlítandi öryggistæki í næstu keppni þar á eftir.
Annars fer þetta algerlega eftir keppnisstjóra hverju sinni og hans ákvörðun.
Það skiptir líka máli hversu mikið farið er undir viðmiðunartíma, hvort að það sé 1/100 asti úr sekúndu eða heil sekúnda, Það skiptir miklu mál.
Við þurfum einnig að líta á það að reglur NHRA/IHRA og FIA og síðan SFI, sem að við förum eftir eru reglur um lágmarks öryggi og hver braut getur sett sínar sér reglur sem ber þá að fara eftir.