Author Topic: 300.000,- krónur í vasann þinn gegn yfirtöku á 320d Touring!  (Read 1322 times)

Offline thisman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Sökum veikingu krónunnar þá ætla ég að bæta aðeins við upphæðina og gefa kr. 300.000,- með bílnum gegn yfirtöku. Lánið hefur semsagt hækkað eitthvað, er í kringum 3,3 núna en meðlagið ætti þó að endast fyrir afborgunum í hálft ár eða þar um bil. Eintakið er í frábæru standi og enginn ætti að verða svikinn af fákinum.

Er að selja 2005 árgerð af 320 Touring (e46) díselfák, ekinn 129 þús (mest í Belgíu), sem eyðir á bilinu 7-8 lítrum í duglegum innanbæjarakstri og 4-5 lítrum í utanbæjarakstri. Bíllinn er 150 hestöfl ef ég man rétt og virkar alveg ágætlega með sinni sex gíra beinskiptingu.

Því miður hef ég litla hugmynd hvað er staðalbúnaður og hvað ekki þannig ég tel bara upp það helsta sem ég man eftir:

- Glertopplúga
- Regnnemi
- Aðgerðastýri
- Rafmagn í rúðum og speglum
- Þjófavörn með hreyfiskynjara
- Hálfleðruð sæti
- 6 gíra beinskipting
- Hraðastillir
- Geislaspilari
- Krómlistar í kringum glugga, á langröndum í nýra og í hurðarfölsum (sorry shadowline aðdáendur)
- Heil hrúga af líknarbelgjum (a.m.k. 6 fyrir framsæti)
- Skriðvörn
- Spólvörn
- 16" álfelgur á glænýjum Cooper nagladekkjum
- Búið að endurmappa tölvu hjá B&L fyrir íslenskan dagljósabúnað (lítið atriði en óþolandi þegar ekki er gert)

Ég er til í að skoða öll skynsamleg skipti á ódýrari smábíl eða jeppa í svipuðum verðflokki.

Hringið í síma 8980179 fyrir frekari upplýsingar.















[/b]