Kvartmílan > Mótorhjól
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
Steini:
Nokkuð góð mæting var á fundinn í Álfafell í kvöld og fjörugar umræður. Hér eru þær tillögur sem rætt var um á fundinum. Endilega spyrja ef eitthvað er óljósa.
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
sem lagðar verða fram til atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi.
Að grunnflokkum verði skift upp í tvo hópa innan hvers undirflokks, þ.e. að til verði standardflokkur og modified.
Innan standardflokks verði mjög takmarkaðar breytingar leyfaðar, eingöngu verði leyft að nota powercommander og slipon og þá jetun í blöndungshjólum. Heimilt verði að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólun, þ.e. spegla, númerabracket o.þ.h.
Allar aðrar breytinar verði óheimilar.
Óheimilt verði að nota lengingar, strappa og hvern annan hjáparbúnað sem ekki telst til hefðbundinar notkunar í götuakstri. Nota skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.
Í mod flokkum verði allar breytingar leyfar nema notkun auka aflgjafa og prjóngrinda. Dekkjanotkun verði frjáls svo lengi sem dekk séu DOT merkt og ætluð til notkunar undir mótorhjól. Að menn geri grein fyrir rúmtaksbreytingum og færist til um flokka sem því nemur.
Að SD flokk verði verði breytt þannig að hann færist að 1300 cc. ( 4-8 strokka 1001 – 1300 cc )
Að nýr flokkur komi inn SE, 4-8 strokka 1301 – 1500 cc.
Að grein 5.1.1 lágmarks munsturdýpt hjólbarða sé amk 2mm að aftan og 2mm að framan.
Að keppendur verða að vera með lokaðan hjálm.
Skellinöðrur sem fara yfir 100 km hraða og keppendur í öðrum flokkum en skellinöðruflokki verða að vera í leðurfatnaði sem er viðurkenndur og ætlaður til bifhjólaaksturs. ( á eftir að útfæra nánar ).
Að strappar sem notaðir eru til að strappa framdempara saman séu af viðurkenndri gerð ætlaðir í þessa notkun, boltaðir fastir en ekki kræktir, þannig að ef það slakar á þeim þá krækist þeir ekki af. http://secure.mycart.net/catalogs/catalog.asp?prodid=2744216&showprevnext=1
Að öðruleyti skulu núverandi reglur standa óbreyttar.
Einnig kom fram ósk um að sandspyrnureglum hjóla verði breytt, þannig að kross og endurohjól keppi ekki á móti stórum götuhjólum ( tvíhjólum )
Tillaga er að hafa hjól að 700 cc ( 0 – 700 cc ) í einum flokki og annan flokk, stærri en 700 cc .
Einnig þarf að samræma sandspyrnureglur KK og BA ef báðir klúbbarnir eru með keppnir til meistara.
Ég finn reyndar engar sandspyrnuhjólareglur á heimasíðu KK.
En hér eru reglur BA. http://www.ba.is/keppnir_new/keppnisreglur_2007__2007-09__sandspyrna_ba_02_2007-09-08.htm
Að þrír nýjir 2 cyl. flokkar komi inn.
2 strokka að 1500cc ( 0 – 1500 cc )
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leyft
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir
2 strokka 1501 til 2000cc
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leift
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir
2 strokka ofurhjól
Allar breytingar leyfðar
Hjólið skal standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggisbúnað samkvæmt öðrum reglum klúbbsins
Að öðruleiti er vísað til almennra keppnisreglna í mótorhjólaflokkum.
Ef þessir 2 strokka flokkar verða samþykktir þá detta 2 strokka hjól út úr gömlu flokkunum (SA, SB, CS ).
PHH:
Þetta með standard flokk er svo sem ágætt, en mér finnst að það ætti að leyfa heilar flækjur, ekki bara slip-on.
Annars eru ansi margir sem koma ekki, því að sá sem er með flækjur en ekkert annað er ekki að gera mikið á móti hjóli sem er búið að breyta almennilega...
Og annað, ef að miðað er við 1300cc þá lendir 2007 Hayabusa í öðrum flokk en 2008 árg Busa og ZZR1400. Þá er orðin hætta á að ansi fámennt verði í hverjum flokk(allavegana í ljósi mætingar undanfarina ára)
Bara mín 2cent
Steini:
Þetta atriði með að leyfa flækjur í standard flokki eða ekki var eitt af því sem rætt var um bæði í nefndinni og á fundinum.
Verið er að setja þessa standard flokka inn til að reyna að fá nýliða inn í KK.
Hvernig ætli nýliði sem hefur aldrei spyrnt uppi á braut og kemur á standard hjóli eins og það kom úr verksmiðju, án powercommanders, án slipons, og án þess að vera með flækjur, lítist á að spyrna við mótherja sem er búin að vera að spyrna uppi á baut í 1-2 ár eða meira með powercommander með slipon og með flækjur.
Ég er hræddur um að hann yrði flengdur svo gjörsamlega að hann kæmi aldrei aftur.
Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, en þessir standard flokkar eru hugsaðir þannig að þeir séu fyrir byrjendur. Gömlu flokkarnir eru þarna ennþá. Okkur fannst eðlilegra að þeir sem hafa verið að spyrna og eru komnir með reynslu, horfi fram á veginn og takist á við ný markmið, heldur en á láta það bitna á byrjendum.
...
Varðandi hámarks stærð í SD flokki er það að segja, að fyrsta tillagan var um að hafa hann 1001 cc – 1500 cc. Þá var farið að tala um t. d. þá sem eiga Kawasaki ZX12R árg. 2006, þeir eiga ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna og mundu ekki koma.
Þá var ákveðið að hafa flokkinn 1001 – 1400 cc. Þá fóru þeir sem eiga eldri Busur að segja að þeir hafi ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna. Þá var ákveðið að hafa tillöguna 1001 – 1300 cc.
Það er líka spurning hvort keppendur í flokkum séu fáir vegna þess að flokkar eru orðnir of margir eða vegna þess að fólk sér að það hefur ekki nokkurn möguleika á að ná verðlaunasæti.
Ég biðst afsökunar á þessum stutta fyrirvara, með fundinn.
Gaman hefði verið að fá fleiri tillögur. En núna er tækifærið til að senda inn tillögur fyrir aðalfund 2009 á meðan þið eruð fersk og nýbúin að hugsa hvað betur má fara.
Steini.
Hera:
Það eru alltaf kostir og gallar við allt sama hvað er. Eins og það að það hafa verið fáir keppendur og fáir flokkar spurning hvort standard/byrjendaflokkur gefi okkur séns á endurnýjun í sportinu nú ef ekki þá einfaldlega verður ekki kept í þeim og kanski engin skaði skeður það þurfa að vera 3 skráðir keppendur til að keppt sé í flokknum.
Ég persónulega hef ítrekað fengið þau svör hjá hjólafólki að það hafi ekkert upp á braut að gera vegna þess að það séu mikið breitt hjól í flokkunum sem fyrir eru.
Nú ef þetta verður samþykkt þá er hægt að benda á að flokkar séu til fyrir byrjendur og þá sem vilja prófa að vera með.
Svo verð ég persónulega að þakka Unnari fyrir frábæra hugmynd sem mér finnst að eigi að framkvæma.
Hann sagði að hann væri til í að halda svona kennslu dag fyrir byrjendur, kenna á ljósin og allt það sem þarf að hugsa út í þegar verið er að keppa held að það gæti virkað fínt sem hvatning á fólk að prófa :smt023
PHH:
--- Quote from: "Steini" ---Þetta atriði með að leyfa flækjur í standard flokki eða ekki var eitt af því sem rætt var um bæði í nefndinni og á fundinum.
Verið er að setja þessa standard flokka inn til að reyna að fá nýliða inn í KK.
Hvernig ætli nýliði sem hefur aldrei spyrnt uppi á braut og kemur á standard hjóli eins og það kom úr verksmiðju, án powercommanders, án slipons, og án þess að vera með flækjur, lítist á að spyrna við mótherja sem er búin að vera að spyrna uppi á baut í 1-2 ár eða meira með powercommander með slipon og með flækjur.
Ég er hræddur um að hann yrði flengdur svo gjörsamlega að hann kæmi aldrei aftur.
Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, en þessir standard flokkar eru hugsaðir þannig að þeir séu fyrir byrjendur. Gömlu flokkarnir eru þarna ennþá. Okkur fannst eðlilegra að þeir sem hafa verið að spyrna og eru komnir með reynslu, horfi fram á veginn og takist á við ný markmið, heldur en á láta það bitna á byrjendum.
...
Varðandi hámarks stærð í SD flokki er það að segja, að fyrsta tillagan var um að hafa hann 1001 cc – 1500 cc. Þá var farið að tala um t. d. þá sem eiga Kawasaki ZX12R árg. 2006, þeir eiga ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna og mundu ekki koma.
Þá var ákveðið að hafa flokkinn 1001 – 1400 cc. Þá fóru þeir sem eiga eldri Busur að segja að þeir hafi ekki séns í fjórtán Kawann og 2008 Busuna. Þá var ákveðið að hafa tillöguna 1001 – 1300 cc.
Það er líka spurning hvort keppendur í flokkum séu fáir vegna þess að flokkar eru orðnir of margir eða vegna þess að fólk sér að það hefur ekki nokkurn möguleika á að ná verðlaunasæti.
Ég biðst afsökunar á þessum stutta fyrirvara, með fundinn.
Gaman hefði verið að fá fleiri tillögur. En núna er tækifærið til að senda inn tillögur fyrir aðalfund 2009 á meðan þið eruð fersk og nýbúin að hugsa hvað betur má fara.
Steini.
--- End quote ---
Allavegana frá mínum bæjardyrum séð, skiptir púst og PC mikklu minna máli en lengingar, lækkun og rafskiptir.
Ég er bara rosalega hræddur um að með svona skiptingu, eins og lögð er til þá verði ekki nægjanlega mörg hjól í hverju flokki til að ná einhverri keppni. Það er alveg glatað ef að 3 eða færri mæta í hvern flokk...
Ræddu menn ekkert um 8.90 9.90 10.90 flokka? Ég hef alltaf verið svoldið heitur fyrir þeirri skiptingu, því að þá getur maður á gamalli 1100 súkku keppt við nýlegt 600 hjól á jafnréttisgrundvelli osfr...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version