Kvartmílan > Mótorhjól

Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum

<< < (2/4) > >>

PHH:

--- Quote from: "Hera" ---Það eru alltaf kostir og gallar við allt sama hvað er. Eins og það að það hafa verið fáir keppendur og fáir flokkar spurning hvort standard/byrjendaflokkur gefi okkur séns á endurnýjun í sportinu nú ef ekki þá einfaldlega verður ekki kept í þeim og kanski engin skaði skeður það þurfa að vera 3 skráðir keppendur til að keppt sé í flokknum.


--- End quote ---


Ef ég man rétt, þá hefur verið keyrt en ekki gefin stig til íslandsmeistara ef  færri en 3 mæta.

Racer:
flækjur eru að mínu mati í sama sæti og powercommander.. þú ferð ekki í það nema þú ætlar að breyta hjólinu og þar með ertu þá að eltast við standard hjól eða ertu kominn meira útí að vilja auka hö?

standard er eitthvað sem maður fær fjöldaframleitt í þeirri útgáfu og er ekki ætlað að því sem beturbætt.

Steini:
PHH

Aðeins þær tillögur sem bárust voru ræddar.
Engar tillögur um 8.90 9.90 10.90 flokka bárust.
Steini

bandit79:

--- Quote ---Skellinöðrur sem fara yfir 100 km hraða og keppendur í öðrum flokkum en skellinöðruflokki verða að vera í leðurfatnaði sem er viðurkenndur og ætlaður til bifhjólaaksturs. ( á eftir að útfæra nánar ).
--- End quote ---


Ég ætlaði að mæta á fundinn en ruglaðist á dagsetningu  :oops:  En mín skoðun er að flestar skellinörðrur/vespur/minibikes ( vel tjúnaðar) eru varla að ná yfir 110km/t út 1/4 míluna... þess vegna finnst mér að leðurfatnaður ætti EKKI að vera skylda fyrir "50ccm" flokkinn. Þetta eru flest allir ungir ökuþórar sem eru að prufa sig áfram í þessu og það eru ekki margir sem hafa efni á komplet leðurdressi fyrir þetta áhugamál. Gore-texið eða annar fatnaður ætti að vera nægilegt í þessum flokki. Maður er ekki beint prjónandi né spólandi afstað frá startinu á svona tækjum  :lol:

Þannig að þessa 100km/t reglu mætti fella niður og EKKI hafa leður-skyldu í létt-bifhjóla flokkinum. (en þó auðvitað annan verndar-fatnað)

En þetta er auðvitað mín skoðun... vonandi tekur fólk þessu vel

Racer:
ef þeir fara ekki yfir þessa 100 km þá eru þeir ekkert skyldaðir í leður þannig skyldist mér á þessu svo ef menn eiga að tjúna nöðrur þá ættu þeir að eiga efna á að tjúna sig upp í rétt föt

svo þeir geta nota allan löglega bifhjóla galla búnað sem er ætlaður til notkunar á bifhjóli hvort sem við erum að tala um torfæru eða hippa eða racer á þessum létt nöðrum

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version