Jæja ég hef hérna til sölu 540 E34 1994 módel sem ég er búinn að ætla mér að klára heillengi en hef ekki drullast til þess enþá og sé ekki fram á að nenna þessu lengur þannig að ég ætla að sjá hvað mér er boðið
Þetta er sem sagt USA týpa sem ég flutti inn
Bíllinn er keyrður 195.000 á boddýi
í honum er evrópsk vél sem er ekinn 144 þúsund (var nikasil vandamálið ef fólk kannast við það, sem sagt hönnunargalli sem var algengastur í USA og UK sökum lélegra bensíngæða)
Mótorinn í bílnum er M60b40, 4 lítra V8. 286 hö, 400nm togi
Helsti búnaður:
-Sjálfskiptur
-17" M-countour með póleruðm kant á góðum sumardekkjum
-Cruise control
-Leðursæti
-Rafdrifið stýri
-Rafdrifin sæti
-Rafdrifin Topplúga
-Minni í sætum
-Akstustölva
-6 disk magasín í skottinu
-Sími (ótengdur)
-Loftpúðar
Þetta er það helsta sem ég man í bili get verið að ég sé að gleyma einhverju
Ég sem sagt skipti um mótor í þessum bíl í nóvember - desember og það var alltaf þetta endalausa pillerí, þurfti að græja þetta og hitt, færa rafkerfi á milli véla og búið að vera endalaust bras og ég bara fékk nóg.
Hann þarfnast lokafrágangs til að vera helvíti góður, mótorinn fer í gang og hann gengur fínt. Ekkert aðfinnanlegt að skiptingu, nýbúið að skipta um síu og olíu.
Það helsta sem á eftir að gera:
Finna út úr smá rafmagnsvandamáli, málið var að ég var að tengja stýrisdæluna og þegar ég laggði tenginguna við dæluna þá neistaði út. Er nú ekkert stórmál, væntanlega jarðtengingar sem þarf að yfirfara.
Skipta um pústupphengju
Sætin, bæði framsæti standa á sér öðrum megin, var nefnt við mig að þetta væru hugsanlega bara slitnir vírar í þeim
Svo er reyndar eingöngu 6cyl húdd á honum og grill
Verð: óska eftir tilboði, skipti já ég get skoðað það, en peningur er náttúrulega ávallt bestur