Sæll aftur Palli.
Útskýring Valla er alveg hárrétt, ég stóð í því með Davíð formanni að reyna að fá sýningarhúsnæði, og reyndar vorum við með nokkuð gott loforð fyrir Kórnum þann 1. Maí, en þegar til kom þá hafði verið settur fótboltaleikur á þann dag sem ekki var hægt að færa.
þannig að þá var aðeins um þessa helgi að ræða og við tókum hana.
Okkur langaði mest að vera um páska, en þar sem þeir eru mjög snemma í ár eða um miðjan Mars þá gekk það ekki.
Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir næsta ár.
Ég verð samt að furða mig á því hversu ósveigjanlegir Akureyringarnir eru í þessum sandspyrnumálum (sennileg vegna torfærunnar).
Við færðum jú keppni til fyrir þá. (sem reyndar var síðan breytt af þeim aftur).
Hvað varðar að sömu tækin séu notuð í sand og bik, þá er blessunarlega orðið minna um það meðal sérsmíðaðra fólksbíla, enda hafa bílar farið mjög ílla í sandi saman ber Camaro hjá Einari Birgissyni, og ég held að það sé rétt hjá mér að Kristján Skjóldal keppi ekki á sínum Camaro í sandspyrnu.
Það er kanski verra ef við erum að tala um torfærutæki að sýningin lendir á sömu helgi og torfærukeppni, en við því er ekkert að gera, þvi miður.
Þetta virðist hins vegar ætla að verða stærsta sýning sem að KK hefur haldið frá upphafi og eru þá sýningarnar 1978 og 1979 taldar með.
Allavega hvað sýningartæki varðar.