Það er nefninlega frekar fúlt að menn geta, í sumum Chevy gerðum og meira að segja á milli árgerða, ekki séð hvort að bíllinn sé SS eða ekki nema að hafa upprunalegu vélablokkina, upprunalegu nótuna yfir kaupin ( vindow sticker) eða build sheet.
Ef allt þetta er glatað eru samt nokkur atriði sem eru í SS bílum, t. d. diskabremsur að framan (upp úr 69) 12 bolta hásing og SS húdd.
Svo er stundum eitthvað öðruvísi og eitt af því í Chevelle er að SS bíllinn er með tveimur kringlóttum mælum en ekki þeim ílanga og er þetta atriði það sem menn sleppa oftast eða klikka á þegar verið er að "búa" til SS Chevelle.