Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hver á gráa ´70 Chevelle SS uppi á velli?

<< < (23/35) > >>

Ravenwing:
Innan nokkurra mánaða frá því að bíllinn var gerður upptækur? Þykir mér það fjandi ólíklegt.
Maður vann í kringum fullt af tollurum þarna og viðhorfið var oft æði skrítið...td oft gengið á mig sem mótorhjólamann og reynt að fá mig til að staðhæfa að hitt eða þetta innkaupsverð gæti ekki staðist...

Tollurinn hefur langt í frá verið frír við spillingu, gott dæmi er tollstöðin í Grænás þar sem bæði tollarar og Löggur í Keflavík gengu í upptækt áfengi og fleira og allir vissu af á suðurnesjunum.

Nonni:
Ef tollarar hafa stolið þessum bíl þá átt þú að tilkynna það viðkomandi yfirvöldum.  En þessi saga er svo útí hött að hálfa væri hellingur.

Fyrst þú veist hvaða tollari þetta er sem á að hafa stolið þessum bíl þá gætir þú líka sent mér nafnið eða heimilisfangið hans í einkapóst og þá myndi ég glaður koma skilaboðum til réttra aðila (afhverju hefur eigandinn ekki haft samband við tollinn.....hmmmm....).

Það eru ekki hvaða tollarar sem eru sem fara yfir innkaupsverð, sá sem er með þessi mál núna er mjög almennilegur náungi þó hann láti ekki segja sér einhverja vitleysu.  Tollurinn er með bækur frá stofnunum frá hinum ýmsu löndum og það er m.a. farið eftir þeim upplýsingum (var ekki óalgengt að menn lögðu fram reikning vegna $6000 fyrir bíla sem kostuðu samkvæmt öllum skrám $30-40 þús, fáránlegt hvað sumir reyna).

Auðvitað getur allstaðar verið einhver spilling en það tekið á þeim málum.  Fyrir mörgum árum varð einn tollari vís að því að koma með grunsamlegan reikning og hann var látinn fara.  Annar var látinn fara á suðurlandi af því að hann hafði afgreitt bíla í gegn á lágum verðum en hann treysti þeim sem að lögðu pappírana inn (getur verið dýrt að treysta vinum og kunningjum).

En flestar gróusögurnar eru kjaftæði og ekki mark takandi á.  Ég heyrði oft af öllu kjötinu sem tollarar í Reykjavík áttu að hafa tekið en það vill þannig til að ég sá um að fara með þetta í geymslu og góður vinur minn fylgdist með eyðingu.  En þeir sem að lenda í því að það er haldlagt eitthvað hjá þeim eru yfirleitt ansi fúlir og halda því fram að viðkomandi embættismaður hafi stolið því sjálfur. 

Ravenwing:
Sá þetta sjálfur gerast þarna þar sem ég var starfsmaður í Fraktmiðstöðinni.
Erum að tala um þó nokkur ár síðan, sá sem var að flytja inn bílinn var að reyna að svindla...var engin spurning þar, en það sem á eftir kom var virkilega grunsamlegt.
Var ekki einn um að fá svona fyrirspurnir frá tollurunum(oftast þeim svo voru að vinna "á gólfinu" þeas í að opna sendingar, fara í gegnum pappíra og annað...

Nota bene þá var þessi innflutningur ekkert tengdur mér, hafði illan bifur á gaurnum sem var að flytja inn bílinn(enda dópsali á Suðurnesjunum sem fékk svo sinn dóm).
Né hef ég lent í einhverjum vandræðum við tollainnflutninga, manni bara líkaði illa það sem maður var að sjá þarna og upplifa.

Nonni:
Það vill þannig til að ég þekki þá sem hafa séð um þessi mál hjá tollinum síðustu 20 ár.  Einn sem var búinn að vera lengi hætti fyrir ca. 2-3 árum vegna aldurs er mjög nákvæmur og ákveðinn og keypti alla sína bíla nýja hjá Suzuki bílum (veit ekki hvaða bílum hann var áður en Suzuki bilar urðu til, líklegast keypt þá hjá Agli Árnasyni).  Annar sem er nýlátinn keyrði yfirleitt á venjulegum japönskum vísitölubílum (hafði áhuga á fjölskyldunni og körfubolta en ekki bílum).  Sá sem er í þessu núna er á jeppling en þar áður átti hann gamlan subaru.  Þetta eru þeir sem að hafa séð um bílana.  Allir eru stálheiðarlegir og ég get fullyrt að enginn þeirra myndi koma nálægt neinu slíku sem sem þú nefnir.

Árni Elfar:
Jón og Halldór ættu nú bara bjalla sig saman og ræða þetta  :-"

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version