Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hver á gráa ´70 Chevelle SS uppi á velli?
MoparFan:
Ennþá hér... sér ótrúlega lítið á honum miðað við að standa í 2 ár í Keflavík.
Olafur_Orn:
Ef mér var sagt satt frá að ef hann er búinn að standa þarna í eitt ár og óvitjað þá fellur hann í hendur landeiganda til að
gera eins og honum/henni dettur í hug.
Ætli hann verði ekki seldur á uppboði.... Vona það allavega
En það er skömm af því að láta svona bíla bara standa ;( :evil:
Ravenwing:
Hefur held ég alltaf verið þannig að Tollurinn býður þá bíla upp sem ekki er vitjað. Landeigandi(Sandgerðisbær að ég held) kemur ekkert að málinu.
Ekki það að maður sá ýmislegt ganga á þarna þegar maður vann hjá IGS í Fraktmiðstöðinni...skemmdir unnar á hjólum og bílum og þaggað niður/sagt hafa komið þannig(sem dæmi var 100% orginal og í lagi 197? GS Súkka sem kom til landsins...á þeim stutta tíma sem það var í Fraktmiðstöðinni var það skemmt 3 sinnum og fór frá því að vera í topp standi yfir í að þurfa afturbretti, bensíntank og stefnuljós því allt hafði þetta verið skemmt...þegar ég svo benti yfirmanni á þetta spurði hann mig hvort ég gæti ekki lappað uppá þetta svo það sæist ekki eins vel, þegar ég neitaði því sagði hann að þá ætti bara að segja eigandanum að það hefði komið svona til landsins).
Og sá td bíl sem var stoppaður/gerður upptækur vegna þess að uppgefið kaupverð var sagt lygi...svo 6 mánuðum seinna sá ég sama bíl í innkeyrslu hjá tollara!
keb:
ég skal geyma hann ...... sendið mér hann bara í útlandið - lofa að nota hann "vel" og halda heitum fyrir eigandann svo að hann geti nú farið að prufa þetta tæki.
Nonni:
--- Quote from: Ravenwing on June 04, 2010, 12:34:24 ---Og sá td bíl sem var stoppaður/gerður upptækur vegna þess að uppgefið kaupverð var sagt lygi...svo 6 mánuðum seinna sá ég sama bíl í innkeyrslu hjá tollara!
--- End quote ---
Ef bíllinn hefur verið í innkeyrslu tollara þá hefur hann eða einhver sem hann þekkir keypt hann á uppboði eins og allir aðrir geta. Ég þekki þá persónulega sem sáu um alla bíla sem komu í gegnum tollinn í Reykjavík (ansi mörg ár aftur í tímann, ég starfaði hjá embættinu í mörg ár) og það eru mjög nákvæmir og HEIÐARLEGIR kallar. Þó ég þekki ekki eins vel kallana á landsbyggðinni þá veit ég að þeirra störf eru endurskoðuð í Reykjavík (er reyndar orðið sama embætti núna og enn nánara).
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version