Author Topic: Re: Bílasýning KK 2008  (Read 7247 times)

Offline DariuZ

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
Re: Bílasýning KK 2008
« on: January 28, 2008, 22:59:23 »
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "DariuZ"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Nú fer óðum að styttast í bílasýningu kvartmíluklúbbsins.
Þetta verður stærsta sýning sem klúbburinn hefur farið í hingað til.
Sýningin verður aðra helgi í maí. Skipulagning er byrjuð og óskum við eftir ábendingum um fallega bíla. Bílarnir mega vera allt frá því að vera í sýningarstandi niður í uppgerð. Einnig óskum við eftir ábendingum um mótorhjól og fjórhjól.
Ég vonast til að gamalreyndir kvartmílukallar og þeir sem nýrri eru vilji leggja klúbbnum hjálparhönd við að manna í stöður á bílasýningunni.

www.jon75@simnet.is   Nonni
www.racing@islandia.is   Hálfdán


Verður þetta ekki bara kvartmilu syning?? Eða verður bara öllu hent þarna inn til að fylla Kórar höllina... þetta er nú hva.... 10.000fm!!??

Það keppa nú fjórhjól í sandspyrnu svo þau eiga full erindi á "kvartmílusýningu" ef þú varst að spá í því  :wink:


Já er það........??

En af hverju þá ekk að hafa stóra trukka líka.... þeir keppa í kvartmílu líka....  :roll:  

Eg var nú bara að spurja hvort þetta yrði "kvartmilu" sýning eða "almenn" og mér sýnist þetta nú ætla að verða "almenn" bílasýning... þannig að þetta verður ekki sýning sem er eingöngu til að sýna klúbbinn og starfsemi hans.....
Hrannar Markússon

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Bílasýning KK 2008
« Reply #1 on: January 28, 2008, 23:17:06 »
Quote from: "ValliFudd"
Það keppa nú fjórhjól í sandspyrnu svo þau eiga full erindi á "kvartmílusýningu" ef þú varst að spá í því  :wink:


Spurning samt hvaða erindi þau eiga á sýningu þegar það er akkúrat sandspyrna sömu helgi :roll:

kv
Björgvin

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Fjórhjól
« Reply #2 on: January 28, 2008, 23:59:05 »
Sælir félagar. :)

Sæll Björgvin.

Fjórhjól eiga fullt erindi á þessa sýningu þó svo að það sé sandspyrna þessa helgi. :evil:
Það eru ekki öll fjórhjól að keppa í sandi. :evil:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Bílasýning KK 2008
« Reply #3 on: January 29, 2008, 00:02:54 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "ValliFudd"
Það keppa nú fjórhjól í sandspyrnu svo þau eiga full erindi á "kvartmílusýningu" ef þú varst að spá í því  :wink:


Spurning samt hvaða erindi þau eiga á sýningu þegar það er akkúrat sandspyrna sömu helgi :roll:

kv
Björgvin

Trúðu mér það var ekki með vilja gert að hafa sýningu sömu helgi og það er sandur. Málið er einfaldlega að við fengum ekkert húsnæði fyrr og það voru mörg hús sem við leituðum eftir.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #4 on: January 29, 2008, 01:50:53 »
ég hef verið að ræða þessa sýningu við nokkra aðila og þeir eru ekkert búnir að gera annað en að skíta yfir sýninguna og meðlimi KK

ég segi hérna eins og ég sagði við þá...

ÞAÐ ERU MENN SEM AÐ (WORK THEIR ASS OFF) FYRIR ÞESSA SÝNINGU, SHOW SOME RESPECT GOD DAMN IT  :evil:

frábært framtak og nonni þú hefur númerið mitt  8)
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #5 on: January 29, 2008, 02:00:37 »
Quote from: "ingvarp"
ég hef verið að ræða þessa sýningu við nokkra aðila og þeir eru ekkert búnir að gera annað en að skíta yfir sýninguna og meðlimi KK

ég segi hérna eins og ég sagði við þá...

ÞAÐ ERU MENN SEM AÐ (WORK THEIR ASS OFF) FYRIR ÞESSA SÝNINGU, SHOW SOME RESPECT GOD DAMN IT  :evil:

frábært framtak og nonni þú hefur númerið mitt  8)

Þessir sem þú hefur verið að spjalla við þeir meiga ekki keyra hratt, en það mega félagsmenn kk aftur á móti. Þannig að ég held að þetta sé allt öfund.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #6 on: January 29, 2008, 02:15:05 »
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Quote from: "ingvarp"
ég hef verið að ræða þessa sýningu við nokkra aðila og þeir eru ekkert búnir að gera annað en að skíta yfir sýninguna og meðlimi KK

ég segi hérna eins og ég sagði við þá...

ÞAÐ ERU MENN SEM AÐ (WORK THEIR ASS OFF) FYRIR ÞESSA SÝNINGU, SHOW SOME RESPECT GOD DAMN IT  :evil:

frábært framtak og nonni þú hefur númerið mitt  8)

Þessir sem þú hefur verið að spjalla við þeir meiga ekki keyra hratt, en það mega félagsmenn kk aftur á móti. Þannig að ég held að þetta sé allt öfund.


haha  :lol:
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Bílasýning KK 2008
« Reply #7 on: January 29, 2008, 11:21:39 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "ValliFudd"
Það keppa nú fjórhjól í sandspyrnu svo þau eiga full erindi á "kvartmílusýningu" ef þú varst að spá í því  :wink:


Spurning samt hvaða erindi þau eiga á sýningu þegar það er akkúrat sandspyrna sömu helgi :roll:

kv
Björgvin



 Björgvin, þetta er nú í fyrsta sinn sem ég beini orðum mínum að þér hér á þessu spjalli, en hvernig dettur þér í hug að BA geti sett saman dagatal, án samráðs við nokkurn, meitlað það í stein og ætlast svo til að allir hneigi sig í rykið fyrir því.

KK og BA þurfa að hliðra til hver fyrir annan því klúbbarnir eru að miklu leiti að sækja í sömu keppendur og áhorfendur.

Ég fæ ekki séð að það eigi að gilda fyrstir koma fyrstir fá um keppnisdagatöl, sá sem er á undan ráði bara öllu og hinir "KK" fái svo bara afganginn.

Ég legg til að stjórnaraðilar KK og BA taki sig saman í andlitinu og hafi samráð hver við annan þegar kemur að skipulagi sumarsins 2009.
Ég legg ennfremur til að það verði eitt Íslandsmeistaramót í sandi 2009 sem verði keyrt af samvinnu KK og BA, til skiftis fyrir Norðan og Sunnan.
Slíkt keppnishald vonandi slípar þessa klúbba betur saman til undirbúnings sameiginlegs keppnishalds þegar verður hægt að keppa á tveimur brautum í kvartmílu,,,


 Nema auðvitað BA ætli að keppast við KK að halda kvartmílukeppnir líka :roll:

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #8 on: January 29, 2008, 12:30:36 »
Er ekki staðreind málsins þannig að BA hefur alla tíð leitað eftir auknu samstarfi við KK og hugsanlega leitað eftir því að sameinast um útgáfu keppnisdagatals?
Taka skal fram að ég er ekki sure á þessu.

Eitt veit ég sem dæmi að fyrir ekki mörgum árum var það samþykkt
að halda smaeiginleg lokahóf og afhendingu íslandsmeistaratitla,
Fyrsta ár þess samkomulags var það haldið fyrir sunnan, fjöldi BA manna
lagði leið sína suður og gerðu menn sér glaðann dag, svo ári síðar þegar
að því kom að KK menn færu norður þá skyndilega steingleimdist þetta
samkomulag.

Alla tíð hefur verið ágætis samkomulag milli þessara tveggja klúbba
þó lengi megi gott bæta, en þegar litið er til þess hvað betur má fara
er erfitt að benda á 1 aðilann öðrum fremur og án þess að líta í egin barm.

KK og BA forever.
virðingarfyllst, 'Cuda Steve.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Bílasýning KK 2008
« Reply #9 on: January 29, 2008, 14:37:25 »
Quote from: "maggifinn"
Björgvin, þetta er nú í fyrsta sinn sem ég beini orðum mínum að þér hér á þessu spjalli, en hvernig dettur þér í hug að BA geti sett saman dagatal, án samráðs við nokkurn, meitlað það í stein og ætlast svo til að allir hneigi sig í rykið fyrir því.

KK og BA þurfa að hliðra til hver fyrir annan því klúbbarnir eru að miklu leiti að sækja í sömu keppendur og áhorfendur.

Ég fæ ekki séð að það eigi að gilda fyrstir koma fyrstir fá um keppnisdagatöl, sá sem er á undan ráði bara öllu og hinir "KK" fái svo bara afganginn.

Ég legg til að stjórnaraðilar KK og BA taki sig saman í andlitinu og hafi samráð hver við annan þegar kemur að skipulagi sumarsins 2009.
Ég legg ennfremur til að það verði eitt Íslandsmeistaramót í sandi 2009 sem verði keyrt af samvinnu KK og BA, til skiftis fyrir Norðan og Sunnan.
Slíkt keppnishald vonandi slípar þessa klúbba betur saman til undirbúnings sameiginlegs keppnishalds þegar verður hægt að keppa á tveimur brautum í kvartmílu,,,

Nema auðvitað BA ætli að keppast við KK að halda kvartmílukeppnir líka :roll:


Sæll Magnús, þarna er ég alveg hjartnalega sammála þér - enda var ég búinn að sitja lengi á mér að kommenta á þessa sýningu, þar sem hún er að mínu mati mjög flott framtak og á greinilega að vera alvöru.

Málið er bara að KK var búið að gefa út að "Bíladella 2008" yrði dagana 24 -27 apríl. Samkvæmt mínum upplýsingum þurftuð þið að færa hana vegna húsnæðismála, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál, og var hún því færð á Hvítasunnuhelgina. Það var gert án nokkurs samráðs við BA, en við verðum með bæði torfæru og sandspyrnu þessa helgi.

Ég er ekki að deila hér um hvoru megin "samráðs" örðuleikarnir eru, en það gefur augaleið að með þessa báða viðburði á sömu helgi koma upp einhverjir árekstrar með tæki og mannskap - þar sem við erum nú ekki það margir sem erum það vitlausir að brasa í þessu  8)

Ég persónulega hef engar ádeilur með þessa daga og má þetta standa mín vegna, svona fyrst þú beinir þessum orðum til mín.

Lengi má hinsvegar gott bæta og tek ég undir þau orð þín að stjórnir þessa klúbba þyrftu að masa meira saman og standa sem einn að þessu spyrnubrasi. Er ekki gott að koma bara upp fundi sem fyrst?

kv
Björgvin

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Dagsettningar og samráð.
« Reply #10 on: January 29, 2008, 16:07:21 »
Sælir félagar. :)

Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.
KK færir sína keppni eftir aðfinnslur frá vissum mönnum að norðan, en viti menn, BA færir þá sína keppni af þessum degi sem alls ekki mátti hreyfa við. :shock:

Segið mér hvað er öðruvísi við þetta núna.
Við gátum ekki fengið hús fyrr en þessa helgi, og trúið mér það var reynt :!:
Enda var alltaf sagt að stefan væri tekin á helgina 24-7 Apríl, og það er það sem við hefðum viljað, en það var ekki hægt.
Sýningin verður haldin dagana 9.-12. Maí og því verður ekki breytt. :!:

Og svona á öðrum nótum þá væri gaman að vita hvaða svæði BA hyggst nota svona snemma vors :?:
Oftar en ekki hefur þurft að fresta sandspyrnukeppnum hjá BA á þessum árstíma vegna þess að keppnissvæðið að Hrafnagili hefur verið undir vatni. :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #11 on: January 29, 2008, 16:19:59 »
Ég er ekki í stjórn KK og hef aldrei verið, þar sitja mér eldri, vitrari, reyndari og mun fallegri menn..

 Mér þykir leitt að það hafi kastast í einhverja kekki milli KK og BA þegar KK-menn vissu ekki betur en að mæta á fögnuð BA, einhverntíman þegar ég og flestir á þessu spjalli voru með bleyju.

 Nú eru nýjir og betri tímar, öld internets og góðra vega yfir heiðar, og ekkert því til fyrirstöðu að hefja til vegs og virðingar gæfuríkt samstarf milli BA og KK í keppnishaldi, hvort heldur er um ræðir sand, 1/8 eða kvart.

 Ég vona að ég sé ekki að reyta á þér fjaðrirnar kæri Björgvin, þetta er allt í vinsemd og virðingu

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #12 on: January 29, 2008, 17:46:05 »
Þetta var nú bara 2004 eða 5 en það skiftir svosem ekki máli.
Lærum bara af reinslunni allir og gerum betur fyrir næsta ár.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Dagsettningar og samráð.
« Reply #13 on: January 29, 2008, 22:32:15 »
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.
KK færir sína keppni eftir aðfinnslur frá vissum mönnum að norðan, en viti menn, BA færir þá sína keppni af þessum degi sem alls ekki mátti hreyfa við. :shock:

Segið mér hvað er öðruvísi við þetta núna.
Við gátum ekki fengið hús fyrr en þessa helgi, og trúið mér það var reynt :!:
Enda var alltaf sagt að stefan væri tekin á helgina 24-7 Apríl, og það er það sem við hefðum viljað, en það var ekki hægt.
Sýningin verður haldin dagana 9.-12. Maí og því verður ekki breytt. :!:

Og svona á öðrum nótum þá væri gaman að vita hvaða svæði BA hyggst nota svona snemma vors :?:
Oftar en ekki hefur þurft að fresta sandspyrnukeppnum hjá BA á þessum árstíma vegna þess að keppnissvæðið að Hrafnagili hefur verið undir vatni. :!:


Sæl elskan :D  :D

Það eru nú fallegri frá þér broskallarnir núna en í síðasta pósti - þannig að ég vona að þú sért pollrólegur yfir þessu eins og við 8)

Ég fer ekkert í felur með það að það var ég sem setti út á dagatal KK og þá miðað við dagatal BA. Það er einföld og skýr ástæða fyrir því - ég vildi ekki sjá neina árekstra með keppnishald því þetta er meira og minna sama fólkið sem bæði keppir og kemur á okkar viðburði.

BA var frá upphafi alveg til í að breyta sínum dögum og það var úr að við gerðum það - þetta snýst ekki um einhverja tregakeppni, það er einungis verið að reyna forða heimskulegum mistökum - sem best er að taka á í fæðingu.

Hér er tilvitnun í þessar athugasemdir sem skýrir vonandi mitt mál.

Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Sæll, takk fyrir þessar útskýringar.

Þá er þetta maí mál væntanlega leyst - að hjólum undanskyldum.

Eftir stendur að við erum með sandspyrnu helgi 4-5 júlí, en þið á sömu helgi kvartmílu þann 5. júlí og 6. júlí til vara. Finnst eðlilegast að við lögum þetta eitthvað til - sama á hvorn bóginn það er.

Ekki gott að hafa sand og mílu á sömu helgi!

kv
Björgvin


http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=26813&start=0


En að sandspyrnunni okkar, þá var það einstæður vilji keppenda (af öllu landinu) að fyrirkomulagi á sandi yrði breytt og hætt væri að líta á þetta sem eitthvað afgangs sport sem einungis væri keppt í að hausti eftir að öllur öðru sporti er lokið. Því voru þessir keppnisdagar settir svona upp og  fjöldi keppnisdaga aukinn svo úr verði alvöru Íslandsmeistaramót í sandi.

Gangi það ekki sökum veðra og vinda, nú eða vegna þess að ekki er áhugi fyrir því þá kemur það bara í ljós. Það hefur ekki verið haldin keppni á Hrafnagili að vori til í ansi mörg ár (sjálfsagt yfir 15) og svæðið þar er nú töluvert breytt frá fyrri árum og ekki hætta á að sandurinn fari kaf lengur þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af svæðinu.

Vona samt innilega að sýningin gangi glymrandi vel hjá ykkur og þykir leitt að þurfa að skrópa á hana í ár, en að öllu jöfnu hef ég ekki látið mig vanta á þær hjá ykkur.

Bestu kveðjur!
Björgvin

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Dagsettningar og samráð.
« Reply #14 on: January 29, 2008, 22:38:45 »
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Mér finnst nú að þú ættir kanski að athuga hvað þú ert að segja Björgvin.
BA setti Sandspyrnu á fyrstu helgi í Júlí sem hefur vanalega verið spyrnuhelgi hér fyrir sunnan samanber í fyrra.


Var samt keppnin hjá ykkur í fyrra ekki haldin 07.07.07 en ekki 01.07.07 sem er fyrsta helgi júlí mánaðar á síðasta ári?

kv
Björgvin

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #15 on: January 29, 2008, 23:35:17 »
Ég ætla að biðja ykkur um að rökræða þetta annarsstaðar.
Hér er verið að tala um bílasýningu.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #16 on: February 12, 2008, 11:52:21 »
Bílasýning á vegum kvartmíluklúbbsins.

Þarf það endilega að þíða að þar séu eingöngu tæki sem taka þátt í kvartmílu eða gætu það?

Er ekki um að gera að fá sem flest af fallegum farartækjum á sýningu til að sýna?

Í fyrra voru nú nokkrir bílar sem ekki eru beint fyrir kvartmílu, tökum sem dæmi:
Lækkuð Toyota Corolla - stút full af græjum, hún er flott og laðar að.
Gamall blæju GM - orginal bíll sem er sjaldséður á klakanum.
Delorean - engan veginn bíll á braut kvartmílunnar, en hann vakti töluverða athyggli og var meðal annars minnst á hann í fjölmiðlum, og hann laðaði bílaáhugafólk á sýninguna.

Er þetta ekki til fjáröflunar klúbbsins?  :)
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Skoðanir úr Bíladelluþræði
« Reply #17 on: February 12, 2008, 12:42:50 »
Ef það væri kvartmílutækja sýning myndu fleiri mæta með græjurnar sínar þangað heldur enn þeir hafa verið að mæta með dótið á míluna?
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Bíladella 2008.
« Reply #18 on: February 12, 2008, 13:44:37 »
Sælir félagar. :)

Það hefur nú alltaf loðað við sýningarnar hjá okkur að fleiri mæta þangað með sín tæki en mæta til keppni.

Enda er það engin furða þar sem sýningarnar eru til þess að menn geti sýnt sín tæki og hvað þeir hafa verið að gera eða kaupa, og verið stoltir af.

Þessar sýningar hafa frá upphafi verið fjáröflun fyrir klúbbinn og líka til að leyfa einstaklingum að njóta sín.
Þá á ég við þær breytingar uppgerðir og nýsmíði sem eigendur hafa lagt í sín tæki.

Nú ætlum við líka að leggja áherslu á óuppgerð tæki og hversu mikið er til af svoleiðis tækjum sem hafa varðveist hér heima og eru sjaldan notuð.

Þar sem spyrnuíþróttin er 50 ára gömul í sumar hér á Íslandi þá erum við sérstaklega að reyna að ná í gömul sem ný spyrnutæki sem hafa tekið þátt í keppnum hér heima í gegnum árin, og gildir þá einu í hvernig standi þau eru.

Okkur langar líka að rýna inn í framtíðina og sjá framtíðar tækin sem koma til með að halda sportinu uppi um ókomin ár.

Hvað elstu bílana varðar þá ætlar Fornbílaklúbburinn að koma með nokkur af tækjum félagsmanna og vera með veglegan bás hjá okkur, og svo á hinum endanum er til að mynda AÍH (Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar) sem er nýtt félag sem kemur að uppbyggingu aksturssvæðisins í Kapelluhrauni með okkur í KK.

Ég hef einnig heyrt að félagar í "BMW Krafti" ætli að mæta og kynna sína stafsemi.
Og þá eru ótaldir allir þeir mótorhjólaklúbbar sem ætla að mæta.

En það eru allir velkomnir með sín tæki meðan að húsrúm leyfir. :D
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Runner

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 496
  • Garðar Viðarsson S: 7716400
    • View Profile
.
« Reply #19 on: February 14, 2008, 23:10:29 »
Ég á nú einn trukk eðasvo sem ég get lánað á síningu ef það vantar Fillingu í þetta 8)      http://minnsirkus.is/userpage/Image.aspx?user_id=25111&albumid=8368&imageid=145323
Chevy Tahoe 44" 350cid
I'D RATHER PUSH A CHEVY THAN DRIVE A FORD ;)