Þarf að fækka bílum vegna plássleysis þannig að ég ætla að láta reyna á að selja Peugeotinn minn í núverandi ástandi.
1992 árgerð
Rauður
ekinn~160 þús á boddí
UT-821
Hann er vélarlaus eins og er, tók vélina úr honum eftir að hann fór að leka kælivökva út í olíu (sennilegast farin þétting undir einhverri slíf) og hef ekki komist almennilega í að klára að gera við hann.
Vélin og kassi og allt tilheyrandi fylgir (þarf náttúrulega ennþá að taka vélina upp).
Ég notaði hann sem daily driver alveg þangað til að hann fór að leka vatni í olíuna eftir smá "álag" á Akstursbrautinni og hann var gangfær þegar vélin fór úr.
Lakkið er ekki uppá sitt besta og veitti ekkert af heilsprautun.
Langar engan vegin til að selja hann þar sem þetta er LANG skemmtilegasti FWD bíll sem ég hef keyrt, tekur beygjur á hérumbil hvaða hraða sem er án þess að hafa nokkuð fyrir því.
Verðið er 80 þús í núverandi ástandi, þannig ef einhver vill kaupa verið þá snögg að því áður en ég hætti við.
SELDUR