Mér finnst þetta hundleiðinlegur staður!
Ég er heiftarlega sammála.
Við erum búnir að taka að okkur að halda fundi fyrir klúbbinn, ég og Gunni Gírlaus..
Mér finnst þetta Álfafell ferlega andlaus staður og hef ég aldrei séð neina stemmningu þar,þetta er svo stórt eitthvernveginn og mér finnst ég ekki eiga "heima" þarna.
þetta er það sem bærinn býður okkur að ég held skuldbindinga og endurgjaldslaust, og svo höfum við náttúrulega hundakofann uppá braut.
Við Gunni vorum komnir með leyfi til að halda fundi niðrí Stálnaust til frambúðar svo það stendur klúbbnum til boða líka, Stálnaust er að flytja í nýtt húsnæði niður á Velli í HF í lok sumars þarsem öll aðstaða verður betri..
Það þarf að skvera klúbbhúsið uppá braut svo það sé vistarhæft, það er ekki nóg að það komi bara vatn og rafmagn, þar þarf virkilega að taka til hendinni svo það sé bjóðandi að funda þar.
Næsti fundur er 30 Janúar
Hvernig sjá menn fyrir sér fundaraðstöðu klúbbsins í framtíðinni?
Hvernig vilt ÞÚ hafa hlutina?
Orðið er laust