Sælir
Ég er með eldri Aprilia RS hjól í uppgerð og nú fer að koma að sprautun.
Þetta eru semsagt allar plasthlífar (svipuð plastblanda og er í bílstuðara/svuntu)
Hvernig er réttast að mála þetta ?
Hvar fást bestu málningar vörurnar bæði spray og málning fyrir loftsprautu ?
Motip sprayin ? er eitthvað varið í þau ?
Hvaða grunnur/litur kemur mest til greina við svona plast sprautun (bæði loft og brúsa) ?
Svona sé ég ferlið fyrir mér :
Sandpappír P200+/- og P1000 í mjúka seinni umferð
Vel hreinsað með Lynol (þynni)
Sticky cloth ? hef heyrt að það fjarlægjir ryk og annað mjög vel ? hvar fæst það?
1-2 umferðir af grunni
2 umferðir af lit
2 umferðir af glæru
er ég á villigötum eða ?
Öll góð ráð frá atvinnumönnum eru vel þeginn
Kannski hægt að lokka eitthvern í þetta fyrir góðann bjórkassa eða eitthvað
? ég borga efni.. þú skaffar aðstöðu,græjur,ráðgjöf og kannski smá aðstoð ? (skaðar ekki að spyrja
) Þetta er ca. eins og 1 stk. húdd í flatarmál samtals
Hér er mynd með öllu sem um er að ræða :
Sé auðvitað um alla undirvinnu