óskar andri heitin vinur minn keypti sér fyrir mörgum árum 3rd gen trans am.. bíllin var svartur að ofan málaður gylltur neðst, á einhevrskonar snowflakes felgum...
ég var nú ekki orðinn mjög aldraður á þessum tíma.. enda hefur óskar sjálfur bara verið 17-19 ára, og var fæddur árið 79, þannig að þetta eru kannski rúm 10 ár síðan.
bíllin þótti mikil græja, átti að vera með vel heitan 350sbc, en var hinsvegar eitthvað asnalega drifaður og var því víst frekar spól-óglaður en náði þess í stað ofsalegum endahraða..
þeir sem muna eftir þessum bílum muna að hraðamælaandskotinn í þeim sýndi bara °140 og því var oft mikið velt fyrir sér hvað transinn kæmist nú hratt.. það var búið að reyna mæla hann með öðrum bílum eins og 300gt og flr.. en alltaf átti transinn aðeins meira eftir.. heldur en viðmiðunarbíllinn..
kvöld eitt í dýrafirði verður óskari eitthvað "heitt í hamsi" við vini sína á einhverju skralli og grípur lyklana og keyrir burt..
óskar stendur bílin eftir löngum sveitavegum og tilkynti mér það brosandi að eftir dáldinn spotta hefði helvítis trans aminn verið toppaður.. þarna bara fór bíllin ekki hraðar..
enda vildi óskar meina að bíllin hafi verið komin á MJÖG mikin hraða..
hvað skeður næst er ekki alveg vitað.. hvort það sprakk dekk eða bíllin fékk loft undir sig? en eina sem óskar man að hann er á þessum hraða þegar bíllinn tekst á loft.. á 200+ er það ekki góðs viti og bíllin endakastast og veltur gífurlega vegalengd.. þar sem flestir boddýhlutir og anna'ð fljúga um nærliggjandi sveitir... hlutir eins og felga.. húdd og flr fundust fleyri hundruð metra frá bílnum.. gott ef eitthvað af brakinu úr bílnum fannst ekki út á sjó...
ég man sérstaklega eftir því að óskar talaði um að leið og bíllin lyftist upp þá flugu báðar T topps plöturnar af honum..
sona slys á sér nú yfirleitt ekki fallegan eftirleik..og þessi ekki heldur, en engu síður mun betir en´maður hefði haldið, óskar hálsbrotnaði illa g vann sér til frægðar með því að labba hálsbrotinn 5km á næsta bóndabæ haldandi hausnum á sér uppi á hárinu..
ástæðan fyrir því að ég áhvað að deila þessari sögu með ykkur er sú að ég sé ekki betur en að ég hafi rambað inn á mynd af umræddum T/A
þetta bílslys er eitt það rosalegasta sem ég hef vitað um.. bíllin var á yfir 200km hraða samkvæmt lögregluransókn til að ná að kastast þá veglaengd sem hann gerði, og að einhevr skuli hafa lifað þetta af.. er einstakt.
óskar sjálfur hinsvegar lést svo í bílslysi um þetta leiti árið 2004 á vesturlandsvegi..
hérna er hinsvegar bifreiðin
það gæti alveg verið að þetta sé sami bíll?