ég fór í 1sta sinn á Bíladaga síðasta sumar, það var mjög gaman að sjá stemninguna í bænum, að sjálfsögðu fylgir þessu eitthvað fyllerí og vesen, en það er bara eðlilegt miðað við aldurshópinn sem er þarna.
Eina sem ég var verulega skúffaður með var aðstaða áhorfenda á götumíluna, þarna greiddi maður sig inn á eitthvað geymslusvæði, sem lá talsvert lægra en gatan sem spyrnan var haldin á, m.ö.o. maður sá ekkert, við fórum þarnæst bara upp á götu og þar sá maður loks eitthvað, þ.e. á þeim stað sem ekkert þurfti að greiða..
Ég er soldið hissa að ekki skuli vera valin betri staður fyrir þetta, þá fyrir áhorfendur, eða gert eitthvað til að gera fólki kleyft að sjá eitthvað, við vorum þarna stór hópur sem enduðum á því að fara bara í bæinn, nenntum ekki að standa þarna og sjá ekki neitt.
Þetta varð til þess að enginn okkar sem vorum í þessum hóp höfum áhuga á að fara á þetta aftur nema það verði gerðar einhverjar breytingar..
við munum mæta aftur á bíladaga, en sleppum sennilega því að reyna að sjá eitthvað á þessari spyrnu..
þetta eru bara vinsamlegar ábendingar.,.,