Jæja spjallfélagar, þá er komið af bílunm sem allir vilja eiga, hvað sem hugur þeirra segir. Trabant, ég allt í einu rak augun á sjónvarpið áðan og heimildarmyndin Bíll fyrir eitt mark - fyrirbærið Trabant var í sýningu.
Og þar voru þeir að segja að þegar þeir voru að selja Trabantin til útlanda var okkar kæra Ísland með þeim efstu á lista.
Og þá spyr ég hvort eitthvað sé til af þessum bílum á klakanum eða er þetta allt farið undir græna torfu. Ég hef reyndar heyrt margar sögur frá ökukennaranum mínum gamla sem átti Trabant og svo sá ég einn upp í þorpi um daginn en meira veit ég ekki þannig að ég sný mér að ykkur.
Hvað vitið þið? Er eitthvað til af þessu?