Sælir félagar.
Einhvernveginn hef ég á tilfinninguni að þetta sé bíllinn sem að hann Hafsteinn Valgarðs átti einu sinni.
Hann er búinn að vera í mörgum litum og það var keppt á honum í kringum 1994 og þá var hann rauður.
Þegar Hafsteinn átti hann var hann silfurgrár með svartann vínil og svartur að innan.
Myndin hér að neðan var tekin á bílasýningu KK 1984 og þá var bíllinn kominn til Sokkseyrar eða Eyrarbakka.
Hann var ný málaður í sömu litum og eigandinn hafði fengið bílinn í frá Hafsteini (eftir því að ég best veit)
Hafsteinn nú er bara að koma þá með leiðréttingar.