Málið er það að ég er er með eitt stykki vinnubíl sem er af gerðinni Mazda 323 ´91 módel 1600cc keyrð 260 þús

en allvega hún virkar mjög vel nema miðstöðin hitnar samasem ekkert, er búinn að prófa að skipta um vatnslás en það gerði ekkert... ég var að pæla hvort einhver þarna úti í stóra heiminum detti ekki eitthvað snjallræði í hug til að laga þetta.
Mér datt í hug hvort það gæti verið að það myndi ekki opnast alveg fyrir hitann þegar maður setur þarna gaurinn í botn í mælaborðinu ? einhver stakk uppá því að það gæti veirð loft inná kerfinu ??? Endilega komið með einhverjar hugmyndir.
Síðan annað vandamál, þegar bílinn er orðinn heitur þar að segja vélin þá á bíllinn það til að drepa á sér þegar ég tek hann úr gír t.d.þegar ég er að hægja á mér áður en ég kem að ljósum, eina sem ég þarf að gera er annahvort að gefa honum smá bensín þegar hann er í hlutlausum eða þá að starta honum bara aftur.
Einhver sem veit hvað gæti verið að ?
p.s. voandi skiljið þið hvað ég var að skirfa
