Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Thunderbird SC 89-96

<< < (7/9) > >>

Ronni:
Ég er nú alveg sammála Páli með það að þessir bílar eru snilldar faratæki. Minn er nú reindar ekki SC bíll en ansi ljúfur og skemmtilegur í akstri.
Og það er Ford merki á honum  :lol:

glant:
smá uppvakning á gömlum þræði  :lol:


er einhver sem að luma á myndum af þeim SC sem eru/voru til hér á landi? Moli, Hálfdán og fleiri, og Páll af þínum kannski líka??

MBK

Comet GT:
fyrir um tveim árum síðan prufukeyrði ég svartann SC bíl ( trúlega þann sem að var minnst á áður). sannkvæmt umferðarstofu er hann skráður úr umferð, en hann var samt í ótrúlega góðu standi miðað við 94 módel af bíl, var innfluttur minnig mig 98 eða 99. ég varð alveg hrikalega hrifinn af bílnum, en þar sem að það var farinn í honum önnur ef ekki báðar heddpakkningarnar og var á óþarflega háu gjaldi varð ég að bíða með það til betri tíma. en sjitturinn hvað þetta vann!! og náttúrulega flott með ride controlið sem að fór sjálkrafa í sport þegar maður gaf honum nóg inn :P

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Hér koma nokkrar myndir af SC T-Bird sem að Palli bróðir á.
Það er núna verið að vinna í því að koma honum á göturnar eftir fimm ára bið, en sá sem ætlaði að setja vélina í hann var svo vinsamlegur að týna "millihedds" boltunum þannig að það þarf að fá nýja.

En hér koma myndir frá 2003. :mrgreen:

Það var Breti sem að keypti þennan bíl nýjan eftir að hafa prófað BMW 600 seríu bíl og fannst honum að þessi T-Bird hefði betri aksturseiginleika og skemmtilegra afl en BMW-inn.
Þessi Thunderbird er mjög sennilega SVT bíll.
Palli er þriðji eigandi að bílnum og keypti hann í Orlando og flutti hann inn 2002.






Kv.
Hálfdán. :roll:

íbbiM:
betri aksturseiginleika en 600 bmw.. það efa ég þrátt fyrir að bmw-inn sé eldri bíll,

ég hef keyrt svona bíl með 4.6l vél og varð ekki varir við alla þessa snilld, án þess að ég ætli mér eitthvað að hrauna yfir bílinn

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version