Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

OF Tillögur

<< < (19/23) > >>

Kristján Skjóldal:
mér finnst ræsirinn bestur :lol:  :lol:

Racer:
miðað við hversu oft manni hitnaði hérlendis í ræsisstöðu þá segji ég að þá ætti að setja pústið lengra aftur ;) eða smá vegg til að hlífa manni en fínt í kuldanum samt sem áður , verra var þegar Leifur blindaði mig einu sinni með að losa út smá nitró en ágætt stundum að losa um smá tár

Gretar Franksson.:
Sælir,
Hvað finnst keppendum og tilvonandi keppendum í OF-flokk um þessa tillögu ?: að gefa þeim sem ekki nota Nitro og eru N/A  0.4 sek í forgjöf frá línuritinu.

Og svo aftur þeir sem nota blásara + alkahol og einnig þeir sem nota 2 poweradder fái 0.4 sek lægra Index frá línuritinu. (þurfi að bíða aðeins)

Þessi tillaga er hófleg og ætti ekki að gera annað en að jafna aðeins okkar ólíku keppnistæki sem eru að keppa í sama flokk, OF. Með þessu er mönnum gefin kostur á því að nota ekki Nitro en vera bærilega samkeppnisfæra. Í annan stað eru svo þeir sem kjósa að nota Blásara+alkahol og er að keppa við minni máttar í sama flokk. Þetta er etv. leið til að halda öllum í sama flokk.

Hvað finnst ykkur??

kv,
Gretar Franksson

stefth:
Líst vel á þetta. Mér finnst að menn eigi að fá smá kredit ef þeir eru að ná góðum tímum N/A, ákvörðunin að keyra N/A  er eflaust spurning um $$ hjá mörgum, þá vita menn að draslið endist eitthvað og hægt er að fara í gegnum sumarið án þess að þurfa að punga út mjög miklum peningum. Mér finnst leiðinlegt að sumir telji þá hafa mestan metnað í þessu sporti sem eyða mestum peningum, mér hefur alltaf fundist þeir flottastir sem ná sem mestu úr sem minnstu $$.

Kv, Stebbi Þ.

baldur:
Það hefur nú löngu sýnt sig að N/A er langdýrasta leiðin til að ná í einhver hestöfl.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version