Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
OF Tillögur
Valli Djöfull:
--- Quote from: "stigurh" ---Ég vil bara benda á það, Valli, að reglunefnd hefur engan rétt umfram aðra í þessum klúbb til að snikka til reglur, hvorki tímalega eða efnislega. Reglunefnd á að fara yfir innsendar, skriflegar tillögur að reglubreytingum.
Og hún hefur engan annan tilgang.
stigurh
--- End quote ---
--- Quote ---Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.
Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.
Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.
--- End quote ---
Reglunefndin ræður jú hvaða tillögur skila sér á aðalfund í kosningu.. Það er verk hennar..
Og samkvæmt fyrstu línu fara þau í reglunefnd yfir tillögur EÐA koma með eigin tillögur.. Hún er með mikið vald reglunefndin.. Það þurfa ekki að vera tillögur sem hafa borist sem detta inn á aðalfund, það mega líka vera tillögur sem reglunefnd býr til sjálf..
Heddportun:
Þetta er svipað eins og Borgarstjórnin :lol:
Valli Djöfull:
--- Quote from: "BadBoy Racing" ---Þetta er svipað eins og Borgarstjórnin :lol:
--- End quote ---
Nema meirihlutinn actually kaus reglunefnd, án mútanna um sætið hans Davíðs :lol:
stigurh:
Já ég man eftir þessu núna. Þetta hljómaði vel á sínum tíma. Núna er bara (edit) af málinu. Allt leindó. Þessi nefnd getur bara sópað öllu undir teppi ef sá gállin er á henni. Alveg óþolandi. Ég vil að allar tillögur verði birtar hér á vefnum undir sérstökum þræði. Það er vel hægt að halda utan um það.
Ég minni á að KK er lýðræðislegt íþróttafélag og sem betur fer verður að kjósa um málin.
stigurh
Gretar Franksson.:
Sælir,
Rétt hjá þér Stígur, svo eiga allir rétt á því að bera upp tillögur að reglubreytingu, en oft hefur það komið upp að fleirri en ein tillaga um sama hlutin kemur inn og þá þarf að skoða tillögurnar betur og jafnvel umorða tillögurnar eða samræma. Stjórnin gerði þetta hér áður fyrr nú eru þessir menn í nefndinni sem gera þetta.
Svo er nú ekki hægt að bera hvaða tillögu sem er upp á Aðalfundi það verður að vera rökstuðningur á bakvið tillögur sem þjóna hagsmunum K.K.
Það hlítur að fara að styttast í það að allar tillögur verði byrtar hér á netinu. Menn þurfa að skoða hlutina fyrir Aðalfund.
kv,GF
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version