Author Topic: silsapúst/keðjustýri  (Read 5129 times)

Offline Old School

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« on: January 05, 2008, 14:48:25 »
Hvernig er það ef ég myndi láta sílsapúst eða keðjustýri í bílinn hjá mér fengi ég skoðun út á það?
Bergur Geirsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: silsapúst/keðjustýri
« Reply #1 on: January 05, 2008, 15:40:13 »
Quote from: "reglugerd.is"
05.01 Stýrisbúnaður:

(1) Stýrisbúnaður skal þannig hannaður að:

– auðvelt sé að stýra ökutækinu á öruggan og fljótvirkan hátt
– hann þoli þau átök sem orðið geta við eðlilega notkun
– hægt sé að stýra ökutækinu þótt vökva-, loft- eða rafmagnshlutar hjálparaflgjafa yfirfærslubúnaðar verði óvirkir
– stýriskraftur sem nauðsynlegur er til að breyta stefnu ökutækis við leyfða heildarþyngd þess á stýrðum ási á 10 km hraða á klst. fari hvergi á beygjuferlinum yfir:
a. stýrisbúnaður án eða með hjálparafli:
25 daN úr beinum akstri yfir í hring með 12 m radíus
b. stýrisbúnaður með frátengdu hjálparafli:
45 daN úr beinum akstri yfir í hring með 20 m radíus.

(2) Staðsetning og afstaða stýrishjóls skal vera þannig að aðstaða ökumanns í akstri sé þægileg og örugg.

(3) Þeir hlutir stýrisbúnaðar sem eru við sæti ökumanns skulu þannig gerðir að föt, skartgripir o.þ.h. geti ekki festst við stýrisbúnaðinn við venjulega notkun.

(4) Stýrishjól og sá búnaður sem er í nálægð þess skal vera þannig að það valdi ökumanni sem minnstri hættu við árekstur.

(5) Allir hlutir í tengingu stýrisvélar við stýrisarma hjóla sem ekki eru í vari við fasta hluti ökutækisins skulu vera a.m.k. 150 mm yfir akbraut.

(6) Ekki má vera óeðlilegt hlaup í stýrisbúnaði vegna slits.

(7) Upprunalegum stýrisbúnaði má ekki breyta án samþykkis Umferðarstofu.




Quote from: "reglugerd.is"
18. gr.
HREYFILL OG FYLGIBÚNAÐUR
18.00 Almenn ákvæði.
(1) Skilgreiningar.

Akstursmæling: Aðferð til að mæla hljóðstyrk frá ökutæki á ferð skv. EBE-tilskipun nr. 70/157 með síðari breytingum.

Kyrrstöðumæling: Aðferð til að mæla hljóðstyrk frá kyrrstæðu ökutæki skv. EBE-tilskipun nr. 70/157 með síðari breytingum.

Mengandi efni í útblæstri: Kolsýrlingur (CO), kolvetni (HC) köfnunarefnisoxýð (NOx), ryk (sót).

(2) Afli og snúningshraða hreyfils skal vera hægt að stjórna þreplaust.

(3) Um eldsneytiskerfi gildir:

a. Eldsneytisgeymi og eldsneytisleiðslum skal þannig fyrir komið að sem minnst hætta sé á að hlutirnir verði fyrir hnjaski og að titringur eða vindu- og beygjuhreyfingar valdi ekki hættu á sliti eða skemmdum við eðlilega notkun ökutækis. Gengið skal þannig frá tengingum eldsneytisleiðsla að þær geti ekki losnað af sjálfu sér. Eldsneytisgeymir má ekki vera staðsettur í vélar- eða fólksrými.
b. Eldsneytisgeymar og eldsneytisleiðslur skulu vera úr seigu og endingargóðu efni sem stenst tæringu, áhrif hita og kulda og þolir það eldsneyti sem notað er. Eldsneytisgeymir skal vera úr óeldfimu efni eða uppfylla ákvæði um prófun í EBE-tilskipun nr. 70/221 með síðari breytingum.
c. Fyrir eldsneytisgeyma sem innihalda gas gildir ennfremur: Ef eldsneytisgeymir er nær útblásturskerfi en 100 mm skal vera vörn milli útblásturskerfis og eldsneytisgeymis. Ef eldsneytisgeymir er í lokuðu rými skal það vera loftræst. Rýmd loftræstingar skal vera a.m.k. 500 mm2. Loftræsting skal vera a.m.k. 250 mm frá útblásturskerfi.
d. Eldsneytisgeymar fyrir gas skulu uppfylla reglur um þrýstihylki, nr. 377/1996.
e. Þrýstistillir fyrir gas má ekki vera staðsettur í fólks- eða farmrými. Það skal þannig gert að það loki fyrir gasstreymið sjálfkrafa ef hreyfill stöðvast þótt kveikjulás sé tengdur. Þetta gildir ekki ef á kerfinu er annar búnaður sem vinnur á sama hátt.
f. Eldsneytiskerfi skal vera traust og lekalaust.
g. Ökutæki sem gengur fyrir bensíni, þar sem eldsneytið er sjálfrennandi frá eldsneytisgeymi til hreyfils, skal hafa loka á eldsneytisleiðslunni við eldsneytisgeyminn.

(4) Útblásturskerfi skal þannig gert og fyrir komið að:

a. Útblástursgas geti ekki komist inn í fólksrými.
b. Brennanlegum efnum stafi ekki íkveikihætta af útblásturskerfinu. Efni sem ekki eru hitaþolin skulu vera a.m.k. í 50 mm fjarlægð frá útblásturskerfi.
c. Endi útblásturslagnar stefni ekki til hægri.

(5) Frá útblásturskerfi má ekki stafa ónauðsynlegur og óþægilegur hávaði. Óheimilt er að breyta útblásturskerfi svo að það valdi auknum hávaða. Ekki má vera hægt að taka hljóðdeyfi úr sambandi í akstri.

(6) Frá hreyfli ökutækis má ekki stafa ónauðsynlegur reykur. Leki olíu eða kælivatns frá hreyfli skal vera í lágmarki.

(7) Vélknúið ökutæki skal þannig gert og haldið við að útblástursmengun frá því vaxi ekki verulega frá því sem var á nýju ökutæki. Dísur, stillingar o.þ.h. skulu ávallt vera samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.

18.10 Bifreið.

(1) Í bifreið skal vera innbyggður gangsetningarlás eða annar búnaður til að fyrirbyggja að óviðkomandi geti ekið henni, svo sem stýrislás eða gírlás. Búnaður til að fyrirbyggja að óviðkomandi geti ekið bifreið, svo og annar þjófnaðarvarnarbúnaður, telst vera fullnægjandi ef hann uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 74/61 með síðari breytingum.

(2) Eingöngu skal vera hægt að ræsa hreyfil bifreiðar úr ökumannssæti. Þó er heimilt að hægt sé að ræsa hreyfilinn í hreyfilrými ef kveikjulás er tengdur og aflrás ótengd.

(3) Afl hreyfils skal vera a.m.k. 6 kW fyrir hvert tonn af leyfðri heildarþyngd bifreiðar án eftirvagns, en a.m.k. 5 kW fyrir bifreið með eftirvagn, skv. ákvæðum um mælingaraðferð í EBE-tilskipun nr. 80/1269 með síðari breytingum.

(4) Hreyfill bifreiðar sem búinn er rafkveikju skal gerður fyrir notkun á blýlausu bensíni.

Í bifreið sem búin er rafkveikju og þrívirkum efnahvarfa skal vera merking um blýlaust bensín við áfyllingarop eldsneytisgeymis. Merking þessi skal vera á íslensku eða í samræmi við tákn skv. ISO-staðli 2575-1982.

Stærð áfyllingarops eldsneytisgeymis fyrir blýlaust bensín skal vera þannig að ekki sé hægt að fylla eldsneyti á geyminn ef áfyllingarstútur eldsneytisdælu er stærri en 23,6 mm að þvermáli.

(5) Áfyllingarop og öndun eldsneytisgeymis má ekki vera í fólks-, farangurs- eða hreyfilrými.

(6) Engin hluti af gasbúnaði má skaga út fyrir útlínur bifreiðar.

(7) Eldsneytisgeymi og öðrum búnaði fyrir gas sem staðsettur er inni í yfirbyggingu skal komið þannig fyrir að hann verði ekki fyrir skemmdum af farangri eða farmi og hafi gasþétta vörn með loftræstingu skv. lið 18.00 (3)c.

(8) Endi útblástursrörs skal þannig lagaður að auðveldlega megi tengja við hann sogslöngu fyrir útblástur.

(9) Hljóðstyrkur frá bifreið sem skráð er 1. júlí 1990 eða síðar má mest vera 3 dB (A) meiri en frá nýrri bifreið sömu tegundar og gerðar, miðað við kyrrstöðumælingu.

Hljóðstyrkur frá bifreið sem skráð er fyrir 1. júlí 1990 má mestur vera 98 dB (A), miðað við kyrrstöðumælingu.

(10) Magn mengandi efna í útblæstri bifreiðar skal vera innan settra marka, jafnvel þótt ósýnileg séu.

(11) Í hægagangi skulu eftirfarandi ákvæði uppfyllt:

a. Bifreið sem skráð er 1. júlí 2002 eða síðar og búin er hreyfli með rafkveikju og þrívirkum efnahvarfa í útblásturslögn má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 0,3% af rúmmáli.
b. Bifreið sem skráð er fyrir 1. júlí 2002 og búin er hreyfli með rafkveikju og þrívirkum efnahvarfa í útblásturslögn má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 0,5% af rúmmáli.
c. Bifreið sem skráð er 1. október 1986 eða síðar og búin er hreyfli með rafkveikju og fellur ekki undir lið (11)a má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 3,5% af rúmmáli.
d. Bifreið sem skráð er fyrir 1. október 1986 og búin er hreyfli með rafkveikju má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 4,5% af rúmmáli. Ef ekki er hægt að stilla hreyfilinn þannig að magn kolsýrlings sé 4,5% eða minna við eðlilegan hægagang er skoðunarstofu heimilt að veita undanþágu frá framangreindu ákvæði að því tilskildu að hreyfill sé eins vel stilltur og hægt er.

Við meira en 2000 sn/mín. hreyfils skulu eftirfarandi ákvæði uppfyllt:
a. Bifreið sem skráð er 1. júlí 2002 eða síðar og búin er hreyfli með rafkveikju og þrívirkum efnahvarfa í útblásturslögn má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 0,2% af rúmmáli. Lambda-gildi skal vera 0,97 til 1,03.
b. Bifreið sem skráð er fyrir 1. júlí 2002 og búin er hreyfli með rafkveikju og þrívirkum efnahvarfa í útblásturslögn má ekki gefa frá sér meira magn kolsýrlings í útblæstri en 0,3% af rúmmáli. Lambda-gildi skal vera 0,97 til 1,03.

Reykþykkni:
a. Bifreið sem skráð er 1. janúar 1980 eða síðar og búin er hreyfli með þrýstikveikju (dísilhreyfli) og er án forþjöppu má ekki gefa frá sér meira reykþykkni en 2,5 m-1.
b. Bifreið sem skráð er fyrir 1. janúar 1980 og búin er hreyfli með þrýstikveikju (dísilhreyfli) og er búin forþjöppu má ekki gefa frá sér meira reykþykkni en 3,0 m-1.

(12) Ákvæði um hámark mengandi efna í útblæstri þegar bifreið var skráð ný skulu einnig vera uppfyllt eftir breytingu eða skipti á hreyfli að teknu tilliti til vélargerðar.

(13) Óheimilt er án sérstaks leyfis Umferðarstofu að tengja við eldsneytiskerfi bifreiðar búnað sem breytt getur samsetningu útblásturslofts.

(14) Hljóðdeyfibúnaður fyrir útblástur frá hreyfli bifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 70/157 með síðari breytingum eru uppfyllt. Takmörkun hljóðstyrks frá bifreið telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði sömu tilskipunar eru uppfyllt.

(15) Ef bifreið með dísilhreyfli uppfyllir ekki ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE-tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum skal dísilhreyfill bifreiðarinnar uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE-tilskipun nr. 88/77 með síðari breytingum eða sambærilegar reglur.

(16) Óheimilt er að fjarlægja búnað sem er til að draga úr útblástursmengun. Skemmist slíkur búnaður eða dragi verulega úr virkni hans skal þegar endurnýja hann.

(17) Gildistaka: Ákvæði liðar 18.10 (16) gilda um bifreið sem skráð er eftir 1. janúar 1995.

18.11 Fólksbifreið.

(1) Hljóðstyrkur við akstursmælingu má mestur vera 78 dB (A).

(2) Fólksbifreið skal uppfylla ákvæði um takmörkun á mengandi efnum í útblæstri skv. EBE-tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum eða sambærilegar reglur.

(3) Aðferð til að mæla eldsneytiseyðslu og magn koldíoxíðs í útblæstri bifreiðar telst vera fullnægjandi ef hún uppfyllir ákvæði EBE-tilskipunar nr. 80/1268 með síðari breytingum.

(4) Eldsneytisgeymir fyrir gas má vera í farangursrými, jafnvel þótt farangursrými sé hluti af fólksrými.


http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/58b439f05a7f412f00256a07003476bc/5db9994a6a67f73a00256f2b003670cf?OpenDocument
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Old School

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #2 on: January 05, 2008, 16:18:17 »
flest er nú bannað :?
Bergur Geirsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #3 on: January 05, 2008, 17:56:52 »
Ég var með púststútana á milli afturfjaðranna og afturbrettanna og skorna þannig að þeir stóðu ekki neitt útúr og það virtist ekki vera neitt vandamál.

Ég held að það skipti meira máli hvern þú þekkir eða hvernig þú kemur fram við skoðunarmennina, já og hvernig bíllinn er, heldur en þessar reglugerðir
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #4 on: January 05, 2008, 19:43:09 »
Quote from: "firebird400"

Ég held að það skipti meira máli hvern þú þekkir eða hvernig þú kemur fram við skoðunarmennina, já og hvernig bíllinn er, heldur en þessar reglugerðir


En fyrir norðan  :smt042
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #5 on: January 05, 2008, 19:47:10 »
ef farið er eftir þessum reglum þá fær eingin skoðun :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Old School

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #6 on: January 05, 2008, 20:53:16 »
er einhver hérna sem vill losa sig við svona ólöglega hluti  :wink:
Bergur Geirsson

Offline Old School

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #7 on: January 07, 2008, 19:34:48 »
enginn :?:
Bergur Geirsson

Offline Svenni Devil Racing

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #8 on: January 07, 2008, 20:20:21 »
Eina sem þú þarft að gera ef þú ert með sílapúst er að láta púststútin snúa niður sem er hægra megin eða sem sagt þeim meigin sem sem snýr að gangstétt , ef þú gerir það þá geta þeir ekkert sett út á það
 
En ég veit um mörg dæmi um að það er ekki alveg sama hver það er sem fer með bíllinn sinn í skoðun , Veit t.d um 1 atvik þar sem einn maður fékk ekki skoðun út af því að það vantaði verkjatöflur í sjúkrakassan , get líka sagt fullt af svona sögum til viðbótar , enda höfum við mjög sérstaka skoðunarmann hér ,
DEVIL RACING
camaro árg 82 berlinette
camaro árg 83 z-28
camaro árg 85 iroc-z
camaro árg 94 z-28
camaro árg 95 z-28
og fullt af öðru GM Dóti

Sveinn Heiðar Friðriksson
og fullt af örðum chevy gæða dóti

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #9 on: January 07, 2008, 20:22:26 »
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Eina sem þú þarft að gera ef þú ert með sílapúst er að láta púststútin snúa niður sem er hægra megin eða sem sagt þeim meigin sem sem snýr að gangstétt , ef þú gerir það þá geta þeir ekkert sett út á það
 
En ég veit um mörg dæmi um að það er ekki alveg sama hver það er sem fer með bíllinn sinn í skoðun , Veit t.d um 1 atvik þar sem einn maður fékk ekki skoðun út af því að það vantaði verkjatöflur í sjúkrakassan , get líka sagt fullt af svona sögum til viðbótar , enda höfum við mjög sérstaka skoðunarmann hér ,


 :shock:   :roll:
Gísli Sigurðsson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #10 on: January 07, 2008, 23:33:25 »
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Eina sem þú þarft að gera ef þú ert með sílapúst er að láta púststútin snúa niður sem er hægra megin eða sem sagt þeim meigin sem sem snýr að gangstétt , ef þú gerir það þá geta þeir ekkert sett út á það


Það á bara við um "seinni ára" bíla, ekki muscle cars.

kv
Björgvin

Offline Svenni Devil Racing

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #11 on: January 08, 2008, 00:02:51 »
frændi minn er nú með corvettu 76 árgerð með sílapúst og hann þurti bara að snúa niður stútnum og þá var skoðunarmaðurinn ánægður ,
DEVIL RACING
camaro árg 82 berlinette
camaro árg 83 z-28
camaro árg 85 iroc-z
camaro árg 94 z-28
camaro árg 95 z-28
og fullt af öðru GM Dóti

Sveinn Heiðar Friðriksson
og fullt af örðum chevy gæða dóti

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #12 on: January 08, 2008, 00:05:29 »
Það á ekki að þurfa, láta þá sína reglugerðina :lol:

kv
Björgvin

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #13 on: January 08, 2008, 09:48:48 »
það er nú ein snilldin í þessum reglugerðum með púststútana.
Á sama tíma og það er verið að berjast við svifriksmengun, þá skulum
við láta alla bíla með pústið beint til hliðar (sem sakar engann) snúa stútunum
niður, beint útí rikdrulluna í vegkantinum svo það náist örugglega að
þyrla hverju síðasta korni upp.. :D
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Old School

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
silsapúst/keðjustýri
« Reply #14 on: January 08, 2008, 17:58:20 »
er enginn sem vill losna við gömul sílspúst,mér er sama hvernig hvernig þau eru?
Bergur Geirsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
silsapúst/keðjustýri
« Reply #15 on: January 08, 2008, 18:46:15 »
Quote from: "Dodge"
það er nú ein snilldin í þessum reglugerðum með púststútana.
Á sama tíma og það er verið að berjast við svifriksmengun, þá skulum
við láta alla bíla með pústið beint til hliðar (sem sakar engann) snúa stútunum
niður, beint útí rikdrulluna í vegkantinum svo það náist örugglega að
þyrla hverju síðasta korni upp.. :D


sammal .
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
silsapúst/keðjustýri
« Reply #16 on: January 08, 2008, 19:50:52 »
Quote from: "Old School"
er enginn sem vill losna við gömul sílspúst,mér er sama hvernig hvernig þau eru?

kaupa bara nytt

Price: $354.81  Only 2 left in stock--order soon.

http://www.amazon.com/dp/B000CIR486?smid=ATVPDKIKX0DER&tag=nextag-auto-20&linkCode=asn
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
silsapúst/keðjustýri
« Reply #17 on: January 08, 2008, 20:02:54 »

Price: $276.95
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341