Er að spá hvort einhver hefur áhuga á svona græju til uppgerðar,
annar rótorinn er farinn, annar motor sem er einnig með annan rótorinn farinn filgir, mótorarnir eru 12A og 12B með blöndung.
Auka gírkassi fylgir, hásing Hurðar, Húdd, Bretti; eitthvað af innréttingu, eitthvað af stýrisgang filgir, annar spoyler, Allir þesir varahlutir eru af öðrum bíl sem var "82 en ef ég man rétt eiga þeir allir að vera nothæfir með smá vinnu.
Búið var að gera botninn upp frá hvalbak að aftursætum þegar honum var lagt.
Hann er búinn að standa úti í nokkur ár svo það er komið smá lífríki inn í hann en ekkert óvingjarnegt
ég virðist ekki geta komið neinum myndum hérna inn, en ég get sent þær á e-mail ef einhver hefur áhuga,
Þetta er orðinn mjög sjaldgæfur bíll hérna á klakanum og fyrsti bíllinn minn ég er búinn að eiga hann síðan "96 svo ég vill ekki henda honum og helst ekki selja hann til einhvers sem ættlar að gera hann að brotajárni.
Ég bara sé ekki fram á að geta gert nokkuð í honum næstu árin svo ég ákvað að ATH, hvort einhver vilji taka það að sér að gera hann upp.
Einnig er hægt að fá 13A eða B mótor, með gírkassa og tölvukerfi fyrir lítið sem félagi minn á, en það er vísst farinn annar rótorinn í honum líka.
Óska eftir tilboði i hann. í síma 847-9650.
eða.
omar_andri@hotmail.com