Jahérna, þið eru nú alveg svakalegir að birta þessa mynd, ég sem hef engan áhuga á fótbolta og held því fram að fótbolti sé fyrir homma og kellingar til að horfa á,
(22 menn sveittir saman, sparkandi í bolta, rífandi sig úr fötunum og láta aðra káfa á sér þegar þeir skora og fara síðan saman í sturtu), og svo er þessi mynd dreginn fram
Þarna var reyndar gaman, við grannir og ungir ( núna gamlir og úldnir) og sumir svo spengilegir og flottir (nefni engin nöfn).
Þetta var nú fræg ferð, sérstaklega fyrir það þegar blái superbeeinn festist í 3ja gír við Staðarskála og upphófst mikil viðgerðar- og ráðstefna um hvað gæti verið að og hvernig væri hægt að laga kassann og Ólafur svínabóndi gekk svo mikið fram og til baka á planinu hjá Staðarskála að það sést enn hola í planinu þar. en þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að laga kassann.
Þá var ákveðið að hann myndi aka, fastur í þriðja, til Akureyrar og töldu það ekki mikið mál þangað til menn mundu eftir brekkuna fyrir ofan Húnaver innst í Langadal, en þá var ekki búið að gera nýja veginn upp hlíðina heldur var ekinn gamli malarvegurinn með vinkilbeygjuna ógurlegu neðst sem var yfirleitt tekin í neðsta gír.
Fóru menn að svitna, aðallega Óli, en það kom ekki að sök því hann var kófsveittur alveg frá Staðarskála og voru við hinir beðnir um að víkja fyrir Ólafi því beygjan yrði tekinn á ferðinni en torkið í 383 magnum vélinni reddaði þessu fyrir horn, eða beygju.
Eftir þennan túr var Óli lengi kallaður "Ólafur þriðji" og er enn kallaður hjá vissum mönnum.
Ástæðan fyrir fótboltanum var aðallega að við vorum svo fljótir að skoða bílana á sýningunni (mikið af Ford, lítið af Mopar og GM) og ákváðum að fara í fótbolta svo norðanmenn myndu nú vinna okkur í einhverju, en ég, fótboltaunnandinn sjálfur, man bara ekki hvernig leikurinn fór.