Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bílasýning BA 1988

<< < (6/7) > >>

GunniCamaro:
Einar, Það er voðalegt að láta grípa sig svona á mynd í fótbolta og í búning en ég held að þarna hafi ferill minn í fótbolta byrjað og endað.

Jónas Karl, bíddu nú við , hvaða hvaða, ég nefndi aldrei nein nöfn þótt ég hefði sagt að sumir hefði verið einu sinni spengilegir og flottir og ónefndur bílamálari hefði komið upp í huga mér, nema að þú sért svo mikill fótboltaáhugamaður.
Svo minnti mig að það hefði verið 383 Magnum í húddinu á Superbeeinum og líka merki á húddinu, en var þetta ekki rétt frásögn í meginatriðum hjá mér?
Það er alveg rétt að ég er ekki byrjaður á bílnum mínum enda hef ég ekki verið að skrifa um hann, heldur það sem ég veit um camaro, og það sem ég hef lært um camaro í gegnum tíðina, óháð því hvort ég sé byrjaður á bílnum eða ekki.

maggifinn:
Gunni, áttu ekki einhverjar nýlegar myndir af bílnum þínum?

 skella þeim inn við tækifæri og leyfa mönnum að sjá

GunniCamaro:
Ég þori varla að minnast á bílinn minn, en þið getið séð nokkrar myndir af honum á síðunni hans Mola, www.bilavefur.net

Kveðja
Gunni ekki camaro

jkh:
Ekki vera sár Gunni eg var að stríða þér.Eg veit að þú passar upp á Camaróinn.Bið að heilsa Steinunni og Gleðilegt nýtt ár.
kv Kalli

GunniCamaro:
Heyrðu Kalli, það er bannað að breyta því sem þú varst búinn að skrifa ;"þú ert nú meiri camarokallinn, gunni camaro hvað", nú skilja menn ekkert í því hvað ég er að bulla um Camaroinn minn, var ekki ferðalagið þarna um árið ´88 nokkuð rétt skrifað?
Svo er annað, ég er aðeins að velta fyrir mér hvernig ég á að tækla þennan camaro minn, ef ég tæti hann núna verð ég væntanlega búinn með hann þegar ég fer á elliheimilið þannig að nú er frekar inni í myndinni að fá mótor og koma honum í ökuhæft ástand og tætann frekar seinna.
Svo er það tilviljun að ég varð camarokall, það munaði engu að bróðir minn hefði keypt 68 Charger í stað 69 camaroinn græna sem ég keypti af honum, ef brói hefði keypt Chargerinn væri ég eflaust þvílíkur chargersérfræðingur og þá sætir þú uppi með mig, í staðinn situr Svavar RS eigandi uppi með mig.

P. S. Steinunn biður að heilsa þér og þinni frú, hún segir að þú sért enn spengilegur og flottur í hennar huga, ég held að það sé ekki í lagi með hana.

Áramótakveðja
Gunni ekki camaro

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version