Author Topic: Bílasýning BA 1988  (Read 9738 times)

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #20 on: December 30, 2007, 18:01:17 »
Ég vill fá rematch, og Andersen verður að vera í Penzoil peysunni. Ég veit að hann á hana. Því að hann tjáði mér það í vikunni að hann ætti enn fermingarfötinn sín.
Kristinn Jónasson

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #21 on: December 30, 2007, 19:59:02 »
En hver er Dirty Harry??? Sá sem tekur myndina...
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #22 on: December 30, 2007, 20:26:31 »
Jahérna, þið eru nú alveg svakalegir að birta þessa mynd, ég sem hef engan áhuga á fótbolta og held því fram að fótbolti sé fyrir homma og kellingar til að horfa á,
(22 menn sveittir saman, sparkandi í bolta, rífandi sig úr fötunum og láta aðra káfa á sér þegar þeir skora og fara síðan saman í sturtu), og svo er þessi mynd dreginn fram  :(
Þarna var reyndar gaman, við grannir og ungir ( núna gamlir og úldnir) og sumir svo spengilegir og flottir (nefni engin nöfn).
Þetta var nú fræg ferð, sérstaklega fyrir það þegar blái superbeeinn festist í 3ja gír við Staðarskála og upphófst mikil viðgerðar- og ráðstefna um hvað gæti verið að og hvernig væri hægt að laga kassann og Ólafur svínabóndi gekk svo mikið fram og til baka á planinu hjá Staðarskála að það sést enn hola í planinu þar. en þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að laga kassann.
Þá var ákveðið að hann myndi aka, fastur í þriðja, til Akureyrar og töldu það ekki mikið mál þangað til menn mundu eftir brekkuna fyrir ofan Húnaver innst í Langadal, en þá var ekki búið að gera nýja veginn upp hlíðina heldur var ekinn gamli malarvegurinn með vinkilbeygjuna ógurlegu neðst sem var yfirleitt tekin í neðsta gír.
Fóru menn  að svitna, aðallega Óli, en það kom ekki að sök því hann var kófsveittur alveg frá Staðarskála og voru við hinir beðnir um að víkja fyrir Ólafi því beygjan yrði tekinn á ferðinni en torkið í 383 magnum vélinni reddaði þessu fyrir horn, eða beygju.
Eftir þennan túr var Óli lengi kallaður "Ólafur þriðji" og er enn kallaður hjá vissum mönnum.
Ástæðan fyrir fótboltanum var aðallega að við vorum svo fljótir að skoða bílana á sýningunni (mikið af Ford, lítið af Mopar og GM) og ákváðum að fara í fótbolta svo norðanmenn myndu nú vinna okkur í einhverju, en ég, fótboltaunnandinn sjálfur, man bara ekki hvernig leikurinn fór.
Gunnar Ævarsson

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #23 on: December 30, 2007, 21:36:33 »
Gunni það eru bara 2 sem eru klæddir til íþrótta á þessari mynd og viti menn þú ert annar þeirra  :shock:
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline jkh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 162
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #24 on: December 31, 2007, 10:11:12 »
Gunni reyndu nú að fara með cubika tölurnar réttar,
383 hefði aldrei komist upp brekkurnar.Það var í honum 440 sem hafði farið kvartmíluna þetta sumar 13.30 og torkaði flott upp brekkurnar í þriðja,

Kv Kalli
Jónas Karl

Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef er með öllu óheimil nema með skriflegu leyfi frá mér.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #25 on: December 31, 2007, 11:41:07 »
Einar, Það er voðalegt að láta grípa sig svona á mynd í fótbolta og í búning en ég held að þarna hafi ferill minn í fótbolta byrjað og endað.

Jónas Karl, bíddu nú við , hvaða hvaða, ég nefndi aldrei nein nöfn þótt ég hefði sagt að sumir hefði verið einu sinni spengilegir og flottir og ónefndur bílamálari hefði komið upp í huga mér, nema að þú sért svo mikill fótboltaáhugamaður.
Svo minnti mig að það hefði verið 383 Magnum í húddinu á Superbeeinum og líka merki á húddinu, en var þetta ekki rétt frásögn í meginatriðum hjá mér?
Það er alveg rétt að ég er ekki byrjaður á bílnum mínum enda hef ég ekki verið að skrifa um hann, heldur það sem ég veit um camaro, og það sem ég hef lært um camaro í gegnum tíðina, óháð því hvort ég sé byrjaður á bílnum eða ekki.
Gunnar Ævarsson

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #26 on: December 31, 2007, 11:57:00 »
Gunni, áttu ekki einhverjar nýlegar myndir af bílnum þínum?

 skella þeim inn við tækifæri og leyfa mönnum að sjá

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #27 on: December 31, 2007, 12:03:15 »
Ég þori varla að minnast á bílinn minn, en þið getið séð nokkrar myndir af honum á síðunni hans Mola, www.bilavefur.net

Kveðja
Gunni ekki camaro
Gunnar Ævarsson

Offline jkh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 162
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #28 on: December 31, 2007, 14:09:41 »
Ekki vera sár Gunni eg var að stríða þér.Eg veit að þú passar upp á Camaróinn.Bið að heilsa Steinunni og Gleðilegt nýtt ár.
kv Kalli
Jónas Karl

Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef er með öllu óheimil nema með skriflegu leyfi frá mér.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #29 on: December 31, 2007, 17:02:44 »
Heyrðu Kalli, það er bannað að breyta því sem þú varst búinn að skrifa ;"þú ert nú meiri camarokallinn, gunni camaro hvað", nú skilja menn ekkert í því hvað ég er að bulla um Camaroinn minn, var ekki ferðalagið þarna um árið ´88 nokkuð rétt skrifað?
Svo er annað, ég er aðeins að velta fyrir mér hvernig ég á að tækla þennan camaro minn, ef ég tæti hann núna verð ég væntanlega búinn með hann þegar ég fer á elliheimilið þannig að nú er frekar inni í myndinni að fá mótor og koma honum í ökuhæft ástand og tætann frekar seinna.
Svo er það tilviljun að ég varð camarokall, það munaði engu að bróðir minn hefði keypt 68 Charger í stað 69 camaroinn græna sem ég keypti af honum, ef brói hefði keypt Chargerinn væri ég eflaust þvílíkur chargersérfræðingur og þá sætir þú uppi með mig, í staðinn situr Svavar RS eigandi uppi með mig.

P. S. Steinunn biður að heilsa þér og þinni frú, hún segir að þú sért enn spengilegur og flottur í hennar huga, ég held að það sé ekki í lagi með hana.

Áramótakveðja
Gunni ekki camaro
Gunnar Ævarsson

Offline hilmar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #30 on: January 01, 2008, 14:39:47 »
Hérna er ein þar sem Óli er að sækja gallann í skottið og gera klárt í viðgerðir við Staðarskála.  Hin myndin sýnir stórsókn Sunnanmanna, Andersen á kantinum og Gunni á fleygiferð inn í teiginn að taka við fyrirgjöfinni, greinilega stórefnilegur knattspyrnumaður.  Chargereigandi snýr bakinu í myndavélina

Offline m-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 183
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #31 on: January 01, 2008, 16:47:47 »
Hvar er þessi fíni Super Bee í dag.
Beggi
1971 Mustang mach1 m-code
1964 Fairlane 500 2door hardtop

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #32 on: January 02, 2008, 20:13:51 »
Auðvitað var þetta stórsókn, eins og alltaf þegar við sunnanmenn stormum norður, svo stendur Einar Birgirs eftir í sókninni og bara hlær,
öruglega að hlægja að aumingjaskap sinna manna

Kveðja
Gunni semi camaro
Gunnar Ævarsson

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Bílasýning BA 1988
« Reply #33 on: January 03, 2008, 12:43:25 »
Sælir strákar

Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær.

 Málið var að í anda heimkynna ykkar heimtuðuð þið suðkarlarnir að byrja fyrri hálfleik á að spila til suðurs.  Í seinni hálfleik (þegar liðin skiptu um stöðu á vellinum) hélduð þið hinsvegar áfram að spila til suðurs og sóttuð þá fast að EIGIÐ marki en samt tókst ykkur ekki að skora (í eigið mark) enda markmaðurinn ykkar stór og stæðilegur gaur.  Myndin er einmitt tekin í einni slíkri leiftursókn. Auðvitað gat Einsi B ekki annað en hleygið að þessu sjónarspili  :lol:

Það var reyndar bara einn úr þessum höfuðborgarhópi sem skoraði í þessum túr en í öllu skemmtilegri íþrótt en boltasparki.  Það má með sanni segja að "stöngin inn" hafi ekki haft knattspyrnulega merkingu í það skiptið.

Góðar stundir

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.