Ég sendi "YenkoHarry" meil í morgun en ég læt það fylgja mér með :
Sæll vinur, ég skil að þú sért svolítið svekktur, þú sem fluttir inn annan af glæsilegustu Camaro landsins, þú varst, ef ég man rétt, búinn að gefa í skyn að small block væri fyrir kellingar og big block fyrir karlmenn (smá grín) þannig að huldumaðurinn hefur líklegast ákveðið að fá sér alvöru eins og þú og hvað er flottara en YENKO.
Ég er aftur á móti sammála að hann hefði alveg mátt fá sér einhverja aðra gerð, sérstaklega þar sem það er hægt að kaupa svo marga spes og góða fyrir einn orginal Yenko.
Nóg er af að taka, t. d. hefði verið gaman að fá hingað blæju eða Z-28 sem er eiginlega uppáhaldsgerðin mín, ég er svo mikil kelling.
Við Svavar vorum að reikna út hvað orginal YENKO myndi kosta hingað kominn og við gátum eiginlega ekki reiknað svo hátt þannig að við höllumst að því að þetta sé Clone þangað til annað er sannað.
Ég var að reyna að fá meiri upplýsingar á Krúserfundi í gærkv. og var að tala við Einar Kára sem á 57 Belair bílinn en hann þekkir þessa „stórbílasafnara Íslands“ en hann þekkir ekkert þennan huldumann.
Þeir sem sögðu mér frá þessum YENKO mættu ekki en þegar ég hitti þá næst ætla ég að þjarma að þeim því mig langar að sjá þenna bíl.
Þegar ég var á Turkey run 2005 sá ég engan YENKO í allri þessari flóru þannig að ég hef aldrei séð orginal YENKO en þinn nægir mér alveg.
Kveðja, besti vinur aðal
Gunni
Fyrir Camarokalla eins og mig og fleiri er orginal Yenko "The Holy Grail" af Camaro, þetta er svona svipað og Shelby Mustang hjá Ford köllunum