Íþróttir
10-15 sek - Örn sundmaður (heimsmeistaramót, gengur vel) ekkert sýnt
1,5 mín Enski boltinn einn leikur
1,5 mín Enski boltinn annar leikur (sýnt úr leik síðan 24. Nóvember og röflað um næsta leik)
1 mín Handbolti kvenna, 2 leikir
1 mín Skoski boltinn, einn leikur
1,15 mín Greindarbolti, fótbolti, ný tækni
15 sek Spænski boltinn
Uppá gamanið skrifaði ég niður "íþrótta" fréttir á stöð 2 í kvöld..
Örn sundmaður, sem er að brillera í útlandi fékk heilar 10 sek af umtali "já það gengur vel hjá Erni.. hahh já.. það er rétt, en nú að enska boltanum..."
Og svo boltaíþróttir það sem eftir var af íþróttafréttum.. Af hverju heitir þetta ekki "Fótboltafréttir"? Það kemst ekkert annað að.. Flott mál að handbolti kvenna hafi fengið að laumast smá þarna inní en annars var þetta bara fótbolti.. t.d. verið að ræða leik sem á að vera á morgun og sýnt frá leik síða 24. nóvember
Kannski er það bara ég sem spái í þessu, ég er jú svolítið skrítinn
En ástæða þess að ég spái í þessu er sú að þetta er nákvæmlega eins á sumrin, bílaíþróttir og fleiri íþróttir komast ekkert að.. BARA fótbolti
Eins og hann er nú drepleiðinlegur..