Ég er að bíða eftir stofnun á netfangi fyrir reglunefnd svo fólk geti farið að demba inn tillögum. Endilega byrjið að spá í þessu því það er ekki langur tími til stefnu.
Vonandi hafa þeir sem keppa álit á reglunum í sínum flokki, menn geta komið sér saman um að spá og spekúlera, sent svo inn tillögur.
Ég kem með netfangið á mánudaginn sem má senda tillögur á og nefni þá lokafrest á innsendingum. En það verður bara rétt eftir áramót, svo það er best að fara að skoða þessi mál sem fyrst
Vildi bara svona láta fólkið vita af því sem er í gangi..