Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
jæja Moli & Co
1965 Chevy II:
Jú Gillinn er með fljótasta ó-többaða n/a moparinn,reyndar með big block tæp 500cid.
Var tíminn 10.10 ? mig minnir að það hafi verið 10.14,íslandsmet 2005 í SE.
1965 Chevy II:
Ég held að Rúdólf sé með fljótasta ó-többaða bílinn með N/A mótor undir 430 cid,65' TEMPEST með 428 cid Pontiac og fór 9.92 @ 136mph á 29" x9" slikkum ef ég man rétt.
Kiddi:
--- Quote from: Trans Am on September 17, 2010, 23:19:08 ---Ég held að Rúdólf sé með fljótasta ó-többaða bílinn með N/A mótor undir 430 cid,65' TEMPEST með 428 cid Pontiac og fór 9.92 @ 136mph á 29" x9" slikkum ef ég man rétt.
--- End quote ---
Drap Frikki stemmninguna? :)
Fyrri árangur á 1/8 var bættur núna um helgina þannig að bíllinn hefur bara haft gott af dvalanum og öllu járninu sem er búið að setja í hann síðan síðast.. 6.32 1/8 og 1.42 60 ft. á 5 ára gömlum 9" slikkum :P
Dodge:
Nei alls ekki, geggjaður tími.
Verst með þessa pontiaca, er nokkuð til sem heitir SB og BB á þeim bænum?
eða er kannski 301 eina small blokkin?
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Kiddi.
Nei nei Frikki drap alls ekki stenminguna síður en svo, maður hefur bara verið upptekinn við að skoða og vinna myndir núna síðustu daga.
Þá vorum við líka að ræða um "NA small block", en það er kannski komið að því að ræða um "NA big block" líka. :?:
Þetta fer kannski að skiptast svolítið þar sem að Pontiac er mest megnis "big block" og til dæmis AMC er bara "small block", hvað með til dæmis Old og Buick?
Kannski að það væri best að fá það á hreint hvað er "small" og "big block" í þessum tegundum. :wink:
En svona bara til að leifa mönnum að hlæja þá get ég sett það hér niður á prenti að undirritaður á besta "big block" Ford kvartmílutímann sem er 13,000sek @ 103mph og er settur fyrir 20 árum síðan á bíl sem að þá var að keppa í standard flokki 1800kg 429cid (434cid vélin í ,030) og bíllin "C/Stock" löglegur.
HVERNIG VÆRI NÚ AÐ FARA AÐ BÆTA ÞENNAN TÍMA. :!: :?:
Einhver. ](*,)
Þar sem bíllinn sem að setti þennan tíma er kominn á eftirlaun. :mrgreen:
Kv.
Hálfdán.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version