Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

jæja Moli & Co

<< < (20/25) > >>

Kiddi:
Skoðið heddin á BBF og BBC ásamt bore space'inu! Ekki koma svo til mín og segja að ég sé með big block  :lol:
Cubic'in segja ekki alla söguna  :!:

PS.. já Dáni, BBF metið þarf að fara falla... þetta er frekar vandræðalegt miðað við hvað er hægt að ná út úr þessu dóti.

Kristján Stefánsson:
Kiddi ertu ekki bara með sprungna blokk  :lol:
Annars veltir maður því fyrir sér hvenær ákveðinn Mustang norðan heiða kemur suður til að bræða gúmmí og taka met  :-"

Dodge:
Já það væri vit, það er ljóst að ummrædd töng steikir þetta met ef hann mætir, bara spurning hversu mikið.

En Kiddi, nú þekki ég pontiacinn ekki náið, en hefuru skoðað BB mopar hedd?  :) Í Bick Block Mopar bókinni minni eru BBM og SBC hedd höfð saman á mynd til samanburðar, horft í inntaksportin, og það er ekki allur munurinn á.  8-)

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Já það er rétt hjá Stefáni að 1969 Mustang-inn hjá þeim Ólafsson bræðrum kemur til með að steikja þennan 20 ára gamla tíma minn, sem betur fer.
Ég dauð skammast mín fyrir það eitt að eiga ennþá þennan tíma eftir öll þessi ár, reyndar náði Valur Vífils 105+ mílna hraða á bílnum árið 2007 og bætti þannig hraðann um rúmar 2 mílur en tíminn er enn sá sami því miður. :-(

Síðan er það "Fox" body Mustang með vel tjúnaða 429cid og fullt af dóti sem hefur alla burði til að færa þennan tíma vel niður fyrir 13. sek, og svo er það Cyclone sem er með vel "preppaðann" BBF sem ætti að geta náð þessu líka svo maður skrifi nú bara um það sem er tilbúið í dag. :!:

Já og hvað varðar að Pontiac sé "big block", þá var það "comment" sem ég fékk fyrir fjölda ára síðan frá Pontiac frömuði sem heitir Benedikt Eyjólfsson.
Og ég man hvað hann sót-bölvaði 301 vélinni og kallaði hana......ja ég man nú ekki alveg hvað hann sagði þetta er orðið svo langt síðan, en það var ekkert gott. :P

Svona smá "comment" með "bore-spacing"  að þá er maður að nafni "Fred Brewer" að smíða hedd fyrir AMC, og sömu hedd passa á "big block Chrysler"  :!:
Þar er víst sama "bore-spacing".
Það sama er líka uppi á teningnum með 400cid SBC og 304cid AMC, en þar passa stimplar á milli sem að gefa AMC vélinni mjög svo heilbrigða 11,6:1 þjöppu.

Það er margt skemmtilegt í svona "pælingum".

Kv.
Hálfdán. :roll:

fordfjarkinn:
Hu hum Hálfdán er ekki einhvað að skolast til í minniskubbnum hjá þér núna. Á þetta ekki að vera AMC 360 frekar enn 304 þar sem 304 er bara með 3.75 í bor enn 360 4.08 bor. Er 400 Chevy ekki 4.125 ? Það er þá amc 360 boraður 045 sem þú meinar. Ég hugsa að 304 væri nú kominn út í vatnsgang með þassari útborun.
Kv Teddi. Fyrrverandi AMC kall (Alltaf samt svolítið veikur fyrir þeim). 

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version